27.01.2021
Forsetahjónin afhentu viðurkenningar vegna þátttöku í grunnskólakeppni Samróms.
Höfðaskóli lenti í 2. sæti í sínum flokki með 102.535 lesnar setningar og í 3. sæti á landsvísu.
Súsanna og Steinunn Kristín Valtýsdætur tóku við viðurkenningu fyrir hönd Höfðaskóla.
Nokkrir af þátttakendum Höfðaskóla skráðu sig einnig í einstaklingskeppnina, þegar þau framlög eru skoðuð sést að Ylfa Fanndís Hrannarsdóttir, nemandi í 5.bekk las 12.254 setningar og Lárey Mara Velemir las 7817.
Vel gert nemendur, foreldrar og aðrir þátttakendur!
Lesa meira
27.01.2021
Lestrarkeppni grunnskóla lauk þann 25. janúar. Úrslit verða tilkynnt, live á facebook, kl. 14:00 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 27. janúar.
Fylgist með á facebook síðu Samróms
Lesa meira
27.01.2021
Þriðjudaginn, 26. janúar, var Skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land.
Skákdagurinn 2021 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrrverandi forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik verður 86 ára á Skákdaginn sjálfan. Hann var eitt sinn meðal bestu skákmanna heims, teflir enn reglulega, og gefur af sér til yngri kynslóða.
4.bekkur fór í skák í appi í ipad og var m.a farið yfir mannganginn og hvað taflmennirnir heita. Voru þau áhugasöm og munu þau endurtaka leikinn.
Lesa meira
22.01.2021
Í morgun fóru nemendur á yngsta stigi í heimsókn til þeirra Döddu og Sigrúnar í Spákonuhofið. Þar sögðu þær okkur skemmtilega frá lífi og starfi Þórdísar spákonu. Nemendur höfðu mjög gaman af þessari heimsókn og hlustuðu áhugasöm á. Þessi heimsókn tengist landnámsverkefnum sem við erum að vinna af um þessar mundir.
Lesa meira
22.01.2021
Heil og sæl
Enn á ný er kominn föstudagur. Vikurnar líða áfram og ný önn er hafin hjá okkur. Í þessari viku voru nemendaviðtöl og við þökkum öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna. Gott samstarf milli heimila og skóla skiptir máli og nemendaviðtöl eru stór þáttur í því samstarfi.
Í dag er fyrsti dagur þorra, bóndadagur. Yngsta stig er í þemavinnu tengdri þorranum og ætlar í dag að heimsækja Spákonuhof af því tilefni.
Nemendur eru á fullu að lesa inn á www.samromur.is og hvetjum við enn og aftur alla sem vettlingi geta valdið til að skrá sig í Höfðaskólaliðið og lesa inn nokkrar setningar. Vegleg verðlaun eru fyrir þann skóla sem endar í fyrsta sæti í hverjum flokki.
Í dag mun umhverfisnefnd funda um stöðu mála í tengslum við verkefnið ,,skóli á grænni grein" en við stefnum enn að því að sækja um Grænfána við fyrsta tækifæri. Það hefur aðeins dregist hjá okkur vegna heimsfaraldursins.
Á fundi umhverfisnefndar í dag kom upp sú hugmynd að nemendur skólans safni brauðafgöngum og ávaxtaafgöngum og gefi fuglunum á skólalóðinni. Erna, umsjónarkennari í 1. og 2.bekk var skipaður yfirmaður fæðufélags fugla í skólanum.
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
22.01.2021
Nemendur á miðstigi eru með umbunakerfi sem gengur útá að safna steinum í krukku. Undanfarið hefur gengið mjög vel og steinakrukkan orðin stútfull. Blásið var til glæsilegrar krukkuveislu í tilefni velgengninnar
Lesa meira
22.01.2021
Miðstig lærði um heita og kalda liti og voru notuð ljósaborð til að æfa skyggingar, lærðu einnig um grunnformin, hvernig tvívíð form geta orðið þrívíð með skyggingum. Skemmtileg vinna :)
Lesa meira
21.01.2021
Lestrarkeppnin sem skólinn er að taka þátt í er á milli grunnskóla landsins og er haldin í annað sinn inni á https://samromur.is/takathatt þar sem keppt erum fjölda setninga sem lesnar eru inn í Samróm. Forseti Íslands setti keppnina formlega í Fellaskóla mánudaginn 18.janúar. Keppnin stendur yfir í viku og lýkur 25. janúar.
Höfðaskóli tekur þátt í ár. Þessi keppni er hinsvegar ekki bara fyrir nemendur heldur geta allir í bæjarfélaginu, ungir sem aldnir, lagt hönd á plóg og skráð sig til leiks mánudaginn 18.janúar inn í Höfðaskólahópinn og lesið.
Það er síðan framlag hópsins sem telur og eru vegleg verðlaun fyrir þann skóla sem les mest.
Nemendur skólans lesa og lesa, standa sig gríðarlega vel og er skólinn, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti í C flokki. Einnig hafa foreldrar og aðrir Skagstrendingar tekið mjög virkan þátt.
Lesa meira
19.01.2021
Síðustu tvo þriðjudaga hafa nemendur í forritunarvali unnið með Sphero kúlur sem hægt er að forrita. Nemendur útbjuggu 2 brautir sem þeir létu síðan kúlurnar fara um.
Hægt er að sjá fleiri myndir hér og kynna sér Sphero forritun hér: https://sphero.com/
Lesa meira
15.01.2021
Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Nemendur eru í óða önn að ljúka við námsmatsverkefni sem hefur gengið vel.
Veðrið hefur farið ljúfum höndum um okkur þó það hafi verið fremur kalt. Við klæðum okkur þá bara betur og þökkum fyrir að vera ekki að takast á við sama tíðarfar og í fyrra, en á þessum tíma á síðasta skólaári var búið að þurfa aflýsa skóla fjórum sinnum vegna veðurs.
Í næstu viku er starfsdagur á mánudag og því enginn skóli hjá nemendum, hefðbundinn skóladagur verður á þriðjudag en á miðvikudag verða svo nemendaviðtöl. Nemendur mæta því ekki í hefðbundna kennslu á miðvikudag heldur einungis í sín viðtöl. Viðtölin bóka foreldrar í gegnum Mentor. Ef þær tímasetningar sem í boði eru henta alls ekki má hafa samband við umsjónarkennara í tölvupósti og fundin verður lausn á þeim málum. Á fimmtudag og föstudag verða svo hefðbundnir skóladagar og ný önn hefst.
Lestrarkeppni á milli grunnskóla landsins verður haldin í annað sinn inni á samromur.is þar sem keppt verður um fjölda setninga sem nemendur lesa inn í Samróm. Forseti Íslands mun setja keppnina formlega af stað í Fellaskóla mánudaginn 18.janúar. Keppnin stendur yfir í viku og lýkur 25. janúar. Höfðaskóli ætlar í ár að taka þátt og biðjum við foreldra um að aðstoða börnin sín við að fara inn á síðuna, samromur.is mánudaginn 18.janúar, og skrá sig til leiks í Höfðaskóla. Þessi keppni er hinsvegar ekki bara fyrir nemendur heldur geta allir í bæjarfélaginu lagt hönd á plóg og skráð sig inn í Höfðaskólahópinn og lesið. Það er síðan framlag hópsins sem telur. Vegleg verðlaun eru fyrir þann skóla sem les mest.
Við minnum að lokum á að hafragrauturinn er á sínum stað alla þá morgna sem hefbundið skólastarf er, frá klukkan 7:45 og ánægjulegt er hversu margir nýta sér það.
Við vonum að þið njótið langrar helgar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira