Fréttir

Læsisbæklingur

Læsisstefna leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskóla Strandabyggðar Leik- og grunnskólar í Austur Húnavatnssýslu, Húnaþingi vestra og leikskóli Strandabyggðar hafa um nokkurt skeið unnið að læsisstefnu skólanna. Markmiðið með sameiginlegri læsisstefnu var að samræma kennsluhætti og námsmat og efla læsi. Unnin var heildstæð stefna af fulltrúum allra leik- og grunnskóla á svæðinu ásamt fræðslustjóra Austur Húnavatnssýslu. Áhersla var lögð á að allir fengju að hafa áhrif á mótun stefnunnar og hún unnin þvert á skólastig. Út frá þeirri vinnu var gerður bæklingur með helstu áherslum úr stefnunni. Bæklinginn má nú finna á heimasíðum skólanna og sveitarfélaganna.
Lesa meira

Föstudagskveðja skólastjórnenda

Sæl og blessuð Vikan leið hratt í Höfðaskóla og það var ýmislegt um að vera. Yngsta stig hélt þorrablót og smakkaði ýmislegt góðgæti, myndir eru aðgengilegar hér á heimasíðunni. Kennarar eru í óða önn að ljúka við að færa inn niðurstöður úr Lesfimi og verða þær sendar heim með nemendum öðru hvoru megin við helgina. Niðurstöður verða einnig aðgengilegar á Mentor. Annars er lítið að frétta úr skólastarfinu um þessar mundir, lífið gengur sinn vanagang og allir hressir og kátir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Þorrablót á yngsta stigi

Undanfarna daga hafa nemendur á yngsta stigi unnið verkefni tengd þorranum. Í dag var svo blásið til þorrablóts og smökkuðu nemendur á hinum ýmsu kræsingum bæði súrum og ósúrum.
Lesa meira

Föstudagskveðja á bóndadegi

Heil og sæl kæru vinir Fyrsti dagur Þorra er í dag, bóndadagur og margt um að vera í Höfðaskóla. Yngsta stig ætlar að vinna verkefni tengd þorranum og það verður gaman að fylgjast með þeirri vinnu. Töluverð tiltekt hefur farið fram í skólanum undanfarna daga og er starfsfólk í óða önn að koma upp nýjum starfsstöðvum og laga til. Það þarf víst að gera það af og til :) Hér er nú aðgengilega stefna sem skólinn hefur sett sér er varða utanlandsferðir nemenda á unglingastigi. Stefnan verður tekin til endurskoðunar þegar og ef þurfa þykir. Það gleður okkur að vera komin með aðeins fastara form á skipulag þessara ferða. Í næstu viku verður klárað að leggja fyrir Lesferil og fá foreldrar senda niðurstöður heim öðru hvoru megin við mánaðarmótin. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Umhverfissáttmáli Höfðaskóla

Allir skólar í grænfánaverkefninu þurfa að setja sér umhverfissáttmála. Hann er einhvers konar tjáning eða loforð sem lýsir með einhverjum hætti anda skólans í verkefninu og heildarstefnu í sjálfbærni og umhverfismálum.
Lesa meira

Föstudagskveðja skólastjórnenda

Heil og sæl Tíminn líður og enn ein skólavikan á enda. Veðrið hélt áfram að leika okkur grátt en þetta gengur allt saman yfir og vorið kemur áður en við vitum af :) Nemendaviðtöl fóru fram s.l. miðvikudag og við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna. Einnig minnum við á að foreldrar eru alltaf velkomnir í heimsókn í skólann að fylgjast með starfinu eða spjalla við starfsfólk. Í febrúar verður foreldrakönnun Skólapúlsins og við biðjum ykkur um að gefa ykkur tíma til að svara henni þegar þar að kemur. Það skiptir okkur öllu máli að fá marktækar niðurstöður sem við getum skoðað og unnið eftir. Í þessari könnun gefst foreldrum tækifæri til að segja sína skoðun á hlutunum og koma ábendingum á framfæri. Könnunin er nafnlaus. Kennarar fara nú að vinna að því að leggja Lesferil fyrir nemendur og verða niðurstöður hans sendar heim þegar þær liggja fyrir. Við minnum í því samhengi á mikilvægi heimalesturs, það er nauðsynlegt að nemendur fái líka lestrarþjálfun heima fyrir og sameiginleg lestrarstund hjá fjölskyldunni er gæðastund :) Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Umhverfisnefnd

Umhverfisnefnd skólans fundaði í dag. Fundargerð er hægt að nálgast hér.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst

Sæl öll. Að höfðu samráði við sveitarstjóra hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa skóla á morgun, þriðjudaginn 14.janúar. Förum varlega og sýnum aðgát! Kær kveðja Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Sæl kæru vinir og gleðilegt nýtt ár Skólastarfið fer vel af stað eftir gott jólafrí, nemendur eru í óða önn að ljúka við þau verkefni sem þurfa að klárast fyrir annarlok og kennarar á fullu í námsmatsvinnu. Mánudaginn n.k., 13. janúar, er starfsdagur og því ekki skóli hjá nemendum þann dag. Þriðjudaginn 14. janúar er hefðbundinn skóladagur og miðvikudaginn 15. janúar eru nemendaviðtöl. Þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara en að öðru leyti er ekki skóli þann dag. Fimmtudagur og föstudagur eru svo hefðbundnir skóladagar. Ný önn hefst að loknum nemendaviðtölum og lýkur á skólaslitum í vor. Veðrið heldur áfram að leika okkur grátt og við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni. Að lokum minnum við á hafragrautinn góða sem Svenny töfrar fram á hverjum morgni og er í boði frá 7:45. Einnig er ávaxtastund á miðvikudögum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Jólagjöf til Unicef

Í mörg ár hefur tíðkast hjá nemendum og starfsfólki Höfðaskóla á Skagaströnd að skiptast á gjöfum á litlu jólunum. Allir koma þá með eina gjöf í púkk þar sem dregið er um hvaða pakka hver og einn fær. Í ár var gerð breyting og var óskað eftir að hvert heimili og hver starfsmaður kæmu með 1000 krónur til þess að safna fyrir vatnsdælu hjá Unicef. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust meira að segja nokkrar ömmur og nokkrir afar í hópinn og lögðu málefninu lið.
Lesa meira