Fréttir

Skýrsla skólapúlsins vor 2020

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 36. gr. ber öllum grunnskólum að framkvæma kerfisbundið sjálfsmat á starfsemi sinni. Megintilgangur með sjálfsmati er að kanna hvort tekist hafi að ná markmiðum skólans, að greina veika og sterka þætti skólastarfsins og bæta það sem bæta þarf en um leið styrkja jákvæða þætti.
Lesa meira

Hjálmagjöf

Í vikunni fengu nemendur 1.bekkjar afhenda gjöf frá Kiwanis klúbbnum , börnin glöddust innilega og við þökkum góðar gjafir.
Lesa meira

Nýjar svuntur

Skólanum barst höfðingleg gjöf í dag. Saumastofan Íris færði okkur nýjar svuntur til að nota í heimilisfræði. Við þökkum kærlega fyrir, þetta mun nýtast vel.
Lesa meira

Fjöruferð

Nemendur yngsta stigs fóru í fjöruferð eftir hádegi í dag. Allir skemmtu sér vel og komu með ýmislegt góss til baka.
Lesa meira

Fagnað með sápukúlublæstri

Nemendur í 1. og 2. bekk fögnuðu komu 4. maí með sápukúlublæstri.
Lesa meira

Góða helgi :)

Sæl öll Nú er síðasta vikan með breyttu skólahaldi að renna sitt skeið. Á mánudaginn ganga nemendur aftur inn í þær stundatöflur sem þau höfðu fyrir samkomubann og lífið fer í aðeins meiri rútínu aftur :) Þó svo að starfsfólk skólans hafi verið meðvitað um hversu gott skólasamfélagið á Skagaströnd er áður en covid ástandið skall á erum við enn sannfærðari um það nú að Höfðaskóli á góða að á öllum vígstöðum. Enn og aftur langar okkur að þakka ykkur, kæru foreldrar, forráðamenn, ömmur, afar og allir aðrir velunnarar fyrir samstarfið undanfarnar vikur. Það hefur auðveldað þær skipulagsbreytingar sem ráðist var í að hafa gott fólk með okkur í liði. Nú höldum við áfram og klárum skólaárið með stæl :) Allar líkur eru á að skólaslitin þetta árið verði með breyttu sniði. Við bíðum eftir fyrirmælum og munum upplýsa ykkur um fyrirkomulag skólaloka þegar nær dregur. Á morgun er 1. maí og því frí í skólanum. Við vonum að þið njótið helgarinnar, við sjáumst á mánudag - í rútínu :) Kærar kveðjur Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Útiskrift

Nemendur 3.bekkjar nýttu góða veðrið og æfðu sig í skrift utandyra.
Lesa meira

Laus kennarastaða við Höfðaskóla

Laus er til umsóknar ein 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi.
Lesa meira

Föstudagskveðja á miðvikudegi

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel og nú er að öllum líkindum aðeins ein vika eftir af þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi í skólastarfi. Næsta vika verður með sama skipulagi og þessi, þ.e.: - Yngsta stig mætir í skólann kl. 8:00 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:00. - Miðstig mætir í skólann kl. 8:30 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:15. - Unglingastig mætir í skólann kl. 9:00 og taka kennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:30. Ekki verður hafragrautur í boði né ávaxtastund á miðvikudaginn. Hádegismatur og frístund falla einnig niður. Í byrjun næstu viku munum við senda ykkur upplýsingar um skólastarf sem taka gildi þann 4. maí n.k. Starfsfólk Höfðaskóla óskar ykkur öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir einstaka samvinnu á undanförnum vikum. Með sumarkveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Miðstigið plokkar

Nemendur miðstigs nýttu veðrið og plokkuðu :)
Lesa meira