Fréttir

Ungmennafélagið FRAM

Skráningar á íþróttaæfingar vetrarins verða rafrænar í ár. Fylgið eftirfarandi hlekk til að skrá börnin ykkar á æfingar Skráning
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan gekk vel í Höfðaskóla. Nú er allt komið vel af stað og nemendur hafa staðið sig vel. Á heimasíðunni okkar má finna fréttir úr skólastarfinu og við ætlum að vera dugleg að setja inn upplýsingar og myndir í vetur. Á heimasíðunni má einnig finna myndaalbúm fyrir skólaárið þar sem settar eru inn ýmsar skemmtilegar myndir. Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að fylgjast með þar. Aðeins hefur borið á að nemendur þurfa að bæta framkomu sína og hegðun í matsal og biðjum við ykkur foreldra/forráðamenn að ræða við börnin ykkar almennt um kurteisi og framkomu. Við minnum á að á miðvikudögum er ávaxtastund í skólanum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga. Einnig minnum við á hafragrautinn sem er í boði alla morgna frá 7:45. Að lokum, þegar kuldaboli minnir á sig er mikilvægt að nemendur séu klædd eftir veðri. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Náttúrufræðiverkefni á miðstigi

Krakkarnir á miðstigi að vinna náttúrufræði verkefni um fjöruna, pöddur, hljóð og plöntur í umhverfinu. Fjölbreytt og flott verkefnavinna þar sem allir gátu fundið eitthvað tengt sínu áhugasviði.
Lesa meira

Föstudagsgleði

Heil og sæl Þá er fyrsta skólavikan eftir sumarfrí að renna sitt skeið og hún hefur gengið vel. Nemendur virðist flestir sáttir með að vera komnir aftur af stað. Veðrið hefur verið gott og hafa nemendur unnið ýmis verkefni utandyra. Á mánudaginn er síðasti dagurinn þar sem frístund stendur öllum nemendum á yngsta stigi til boða endurgjaldslaust. Frá og með 1. september verður aðeins opið fyrir þá nemendur sem skráðir eru. Skráning fer fram á heimasíðu skólans en þar er einnig hægt að skrá nemendur í hádegismat. Við skulum halda áfram að vera dugleg að gæta að smitvörum. Á meðan ástandið er eins og það er biðjum við ykkur að takmarka heimsóknir inn í skólahúsnæðið og gera boð á undan ykkur ef þið viljið koma í heimsókn. Við erum öll almannavarnir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fjöruferð

Frístund skellti sér í leiðangur inn að á í vikunni, allir skemmtu sér konunglega :)
Lesa meira

Skráning í frístund

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast skráningarblað í frístund. Frístund er opin öllum þessa viku en frá og með þriðjudeginum 1.sept er einungis fyrir þá nemendur sem skráðir hafa verið. Skráningarblað
Lesa meira

Í skólabyrjun

Sæl kæru foreldrar/forráðamenn Í ljósi aðstæðna og samkomutakmarkana í samfélaginu verður skólasetning Höfðaskóla fyrir skólaárið 2020-2021 með öðru sniði en undanfarin ár. Nemendur mæta nú beint í skólann en ekki í kirkjuna eins og áður og mikilvægt er að aðeins annað foreldrið eða annar forráðamaðurinn fylgi hverju/m barni/systkinum. Í haust eru skráðir 78 nemendur í Höfðaskóla sem er fækkun milli ára. Við höldum óbreyttum dagafjölda en skóladagar skólaársins 2020-2021 verða 175 talsins. Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi síðan á síðasta skólaári. Bæði hafa einhverjir sagt upp störfum og aðrir fært sig til innan skólans. Helena Rán Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá okkur en við njótum áfram góðs af hæfni hennar í tónlistarskólanum. Elva Þórisdóttir er í námsleyfi og S. Agnes Sævarsdóttir er einnig í leyfi. Fjóla Dögg Björnsdóttir er í barneignarleyfi. Halla María Þórðardóttir er komin til starfa hjá okkur í kennslu sem og Ásdís Ýr Arnardóttir. Erna Ósk Guðnadóttir og Ílóna Sif Ásgeirsdóttir eru starfsmenn frístundunar. Þá hefur Kristbjörg Dúfa Ragnheiðardóttir hafið störf hjá okkur sem stuðningsfulltrúi og leiðbeinandi í myndmennt. Hallfríður Ósk Óladóttir var ráðin skólaliði. Í ár verður 1.-2. bekk kennt saman og þar verður Erna Berglind umsjónarkennari og Eva Dís stuðningsfulltrúi. Í 3. og 4. bekk verða Inga Jóna og Vigdís Elva umsjónarkennarar og Kristbjörg Dúfa og Svenny stuðningsfulltrúar. Í 5.-7. bekk fara Gigga og Halla María með umsjón. Svenny kemur einnig að stuðning á miðstigi. Í 8.-10. bekk verða Ásdís Ýr og Dagný Rósa með umsjón og Sigurður Heiðarr kemur þar einnig að kennslu ásamt því að sjá um bókasafnið. Lilja Dögg verður þar stuðningsfulltrúi. Í sérdeildinni verða þær Berglind Rós og Ástrós Villa. Ástrós Elísdóttir mun sjá áfram um kórstarfið og leiklistina. Ólafur Bernódusson er áfram námsráðgjafi og Sigríður Stefánsdóttir skólahjúkrunarfræðingur. Frístund verður starfrækt með sama sniði og undanfarin ár. Hún er í boði fyrir nemendur 1.-4.bekkja, eftir að venjulegum skóladegi lýkur. Í ár mun frístundin færa sig um set og verður með aðstöðu í húsnæði félagsmiðstöðvar. Fyrst um sinn meðan klárað er að undirbúa húsnæðið verða frístund í skólanum. Starfsmenn í Frístund verða Erna Ósk og Ílóna Sif. Forráðamenn munu fá umsóknareyðublöð um Frístund hjá umsjónarkennurum. Mötuneytismál verða með sama sniði og í fyrra. Foreldrar geta nú skráð börnin sín í mat á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu skólans. Ekki verður gerð krafa um lágmarksskráningu (hægt að skrá sig á einn dag þess vegna). Skráning þarf að berast fyrir lok næstu viku. Ef þið viljið breyta eða segja upp áskrift eftir að skráningartíma lýkur er það gert hjá Jóhönnu Sigurjóns á hrepp skrifstofunni. Við munum halda áfram að bjóða upp á hafragraut á morgnana áður en kennsla hefst og verður hann í boði strax á morgun, frá kl. 7:45. Sund verður áfram kennt tvo morgna í viku, mánudaga og þriðjudaga. Á meðan vel viðrar er í boði að hjóla í sund en annars mun Kiddi sjá um akstur til og frá sundlaug. Það er skylda að nota hjálma þegar hjól eru notuð. Akstur rafknúinna tækja, t.d. letibretta, rafmagnshlaupahjóla og vespa er bannaður á skólalóð. Nemendur mega þó nota þessi tæki til að koma sér til og frá skóla en að öðru leiti skulu þau látin ósnert á skólatíma. Skólasetning verður sem hér segir: Yngsta stig - mánudaginn 24. ágúst 2020 kl. 9:00 Miðstig - mánudaginn 24. ágúst 2020 kl. 10:00 Unglingastig - mánudaginn 24. ágúst 2020 kl. 11:00 Ég minni aftur á að aðeins einn fylgi nemendum á skólasetningu og sami aðili fylgi systkinum. Ég óska ykkur öllum velfarnaðar á nýju skólaári. Ég hlakka til að vinna með ykkur í vetur. Skólaárið 2020-2021 hefst mánudaginn 24. ágúst 2020 og þar með er skóli settur :) Kær kveðja Sara Diljá skólastjóri
Lesa meira

Skráning í hádegismat

Hádegismatur verður áfram í Fellsborg og fá nemendur 1.-4.bekkjar fylgd með stuðningsfulltrúum báðar leiðir. Hér er hægt að nálgast eyðublað varðandi skráningu nemanda í hádegismat.
Lesa meira

Fiskmarkaðurinn heimsóttur

Fiskmarkaðurinn var heimsóttur á vordögum. Nemendur á yngsta stigi skemmtu sér konunglega við skoðun á hinum ýmsu tegundum fiska. Þökkum kærlega fyrir móttökurnar.
Lesa meira

Síðasta föstudagskveðjan á skólaárinu 2019-2020

Heil og sæl Síðasta föstudagskveðja vetrarins tafðist aðeins vegna anna og kemur því á þriðjudegi, það er nú varla verra :) Í síðustu viku var nóg um að vera hjá okkur, nemendur kláruðu að ganga frá í stofunum sínum, við vorum með útivistardag, héldum flippíþróttadaginn okkar og enduðum á pylsugrilli. Skólaslit Höfðaskóla fóru svo fram s.l. föstudag og í lok þeirra héldu nemendur út í sumarið. Veturinn var vægast sagt viðburðarríkur og margt sem hafði áhrif á skólastarf. Við erum þó sátt og sæl með skólaárið sem nú er liðið og vonum að þið eigið öll frábært sumar framundan. Takk fyrir einstaklega gott samstarf á þessu skólaári, skólasamfélagið á Skagaströnd er gott samfélag, fullt af frábæru fólki. Skólasetning Höfðaskóla fyrir skólaárið 2020-2021 fer fram mánudaginn 24. ágúst. Njótið sumarsins. Með kærum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira