Fréttir

Föstudagskveðja

Heil og sæl Nú er þessi stutta skólavika liðin og langt helgarfrí framundan hjá nemendum og starfsfólki skólans. Við höfum svo sannarlega notið veðurblíðunnar undanfarna daga og nemendur verið töluvert útivið. Þau hafa farið í gönguferðir og prófað hoppubelginn svo fátt eitt sé nefnt. Í gær fengum við góða heimsókn frá umboðsmanni barna sem skoðaði skólann og hitti nemendur. Í næstu viku fara nemendur unglingastigs tvo daga á Hvammstanga. Þar ætla þau að taka þátt í Listalestinni sem endar á listasýningu sem við auglýsum nánar eftir helgi. Á föstudaginn í næstu viku er svo skólamyndataka og gaman væri ef nemendur kæmu í snyrtilegum klæðnaði í myndatökuna. Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn sem nú er liðinn. Með sumarkveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Útivist

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa verið dugleg að vera úti undanfarna daga enda einmuna blíða búin að vera. Kennarinn tók af þeim þessa mynd í morgun þar sem þau horfa yfir Húnaflóann.
Lesa meira

Heimsókn frá umboðsmanni barna

Í dag kom umboðsmaður barna ásamt fylgdarfólki í heimsókn í Höfðaskóla. Þau skoðuðu húsakynnin, ræddu við nemendur og starfsfólk og hittu nemendur 5.-10. bekkjar með fræðslu um hlutverk umboðsmanns barna. Við þökkum þeim kærlega fyrir góða heimsókn.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Þessi vika var í styttra lagi hjá okkur en þó var nóg um að vera. 9. og 10. bekkur voru á skyndihjálparnámskeiði á þriðjudag og miðvikudag sem gekk vel. Myndir frá því má sjá hér. Skóladagatal næsta skólaárs er nú í vinnslu og hafa drögin verið birt hér. Í næstu viku er aftur stutt vika þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og starfsdagur sem starfsfólk hefur nú unnið af sér á föstudag, það fá því allir langt helgarfrí þá. Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann á skólaárinu, tíminn æðir áfram og áður en við vitum af hringjum við út í sumarfrí. Það er þó margt framundan á þeim vikum sem eftir eru, sem dæmi má nefna er skólamyndataka, list fyrir alla, danskennsla, viðburðurinn Perlað af Krafti, vorferðir nemenda og margt fleira :) Allt verður þetta auglýst þegar nær dregur hverjum viðburði fyrir sig. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Skyndihjálparnámskeið

Nemendur 9. og 10.bekkjar sóttu í vikunni námskeið í skyndihjálp. Markmið námskeiðsins er kynna nemendur fyrir grunnatriðum skyndihjálpar þannig að þau öðlis lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það var Karl Lúðvíksson sem sá um kennsluna og þökkum við honum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira

Drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024

Hér má sjá drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024. Athugasemdir og ábendingar óskast fyrir 25. apríl 2023 á netfangið hofdaskoli@hofdaskoli.is
Lesa meira

Páskakveðja

Heil og sæl Á góðviðrisdögum eins og þessum finnum við að vorið nálgast. Í gær hittust nemendur 8.-10.bekkjar, hér á Skagaströnd, á sameiginlegum íþróttadegi unglinga í Austur- og Vestur - Húnavatnssýslum. Ekki var annað að heyra á okkar unglingum en að þeir hefðu skemmt sér vel og að allt hafi gengið að óskum í hinum ýmsu leikjum, fræðslu og íþróttum . Fyrirlestur var frá lyfjaeftirlitinu þar sem farið var m.a. yfir skaðsemi orkudrykkja. Dagurinn endaði á diskóteki þar sem piltarnir frá Einn og hálfur dj þeyttu skífurnar við góðar undirtektir. Myndir hér Nemendur 1.-10.bekkjar hittust í morgun og spiluðu æsispennandi BINGO. Vinningar voru glæsileg páskaegg úr Kjörbúðinni og þökkum við kærlega fyrir okkur. Myndir hér Páskafrí hefst að loknum skóladegi í dag föstudaginn 31.mars. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 11. apríl og kennt samkvæmt stundatöflu. Við óskum ykkur gleðilegra páska. Páskakveðjur Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Happdrætti - útdráttur

Dregið var í happdrætti nemenda 10.bekkjar í dag. Hér meðfylgjandi er mynd af niðurstöðunum. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn bæði þau fyrirtæki sem styrktu og þeir fjölmörgu sem keyptu miða. Þið sem unnuð, innilega til hamingju :) Hægt verður að nálgast vinningana í skólanum milli kl. 8:00 og 12:00
Lesa meira

Skólapeysur - aukapöntun

Ákveðið hefur verið að panta fleiri Höfðaskóla peysur, ekki verður hægt að máta að í þetta sinn. Í með fylgjandi viðhengi eru upplýsingar um stærðir og liti sem eru í boði. Barnapeysu stærðirnar eru frekar litlar sem dæmi þá er S svipað og 110/116 sem viðmið. Pantanir berist í tölvupósti til helenamaravelemir@gmail.com og þar þarf að koma fram * Nafn * Stærð (Taka þarf fram hvort það sé barna eða fullorðins) * Litur
Lesa meira

Heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Nemendur 5. bekkjar fóru í gær í heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Þar fengu nemendur kynningu á vinnuferli ullar frá rúningi að efni til að vinna úr. Þá sáu nemendur einnig týpískan undirfatnað og náttföt kvenna, sem unglingstúlkur gjarnan unnu sjálfar. Þá skoðuð nemendur einnig ýmsa gamla hluti allt fra 18. öld. Nemendur fengu með sér heim þráð sem var spunninn úr ull sem þau kembdu sjàlf og fengu að prufa vefstól. Einstaklega vel heppnuð heimsókn þar sem krakkarnir okkar voru algjörlega til fyrirmyndar. Við þökkum Heimilisiðnaðarsafninu fyrir góðar móttökur.
Lesa meira