Fréttir

Föstudagskveðja

Heil og sæl Þá eru einungis tvær vikur eftir af skólaárinu. Nemendur eru ýmist langt komnir eða hafa lokið námsmatsverkefnum sínum. Nú styttist í skólaslit Höfðaskóla en þau fara fram í Fellsborg, þriðjudaginn 31. maí kl. 17:00. Nemendur í 10.bekk fóru í skólaferðalag í vikunni. Fóru meðal annars á kajak, paddle board og í Fontana á suðurlandinu. Ferðalangar fengu þokkalegt veður og komu endurnærð til baka. Nemendur á yngsta stigi fóru dagsferð í Skagafjörðinn. Skoðuðu Glaumbæ, fóru á sýninguna 1238 og svömluðu í sundlauginni í Varmahlíð. Uppstigningardagur er á fimmtudaginn í næstu viku og verður því vikan í styttra lagi. Þar sem mikið verður um útivist næstkomandi tvær vikur væri gott ef foreldrar myndu passa að nemendur séu klæddir eftir veðri og með sólarvörn. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Vorferð nemenda á yngsta stigi

Nemendur í 1.-4. bekk lögðu land undir fót í gær og fóru í vorferð. Hér er frétt frá þeim um ferðina. Þriðjudagur 17.maí 2022. Allt yngsta stig fór í skólaferðalag til Skagafjarðar við fórum í safnið 1238 VR og svo fórum við í Árskóla borðuðum nesti fórum að leika okkur á leikvöllinum og svo fórum við í rútuna í Glaumbæ og við sáum torfhús og svo fórum við á hótel Varmahlíð og borðuðum pizzu hlaðborð og fengum prins póló og svo löbbuðum í sund og sungum Alli Palli og Erlingur og fengum okkur ís. Þökkum fyrir þennan skemmtilega dag kveðja yngsta stig. Takk fyrir okkur. Fyrir hönd yngsta stigs, Arnar Gísli, Harpa Védís, Katrín Heiða og Sara Dögg
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Þá eru einungis rétt rúmar tvær vikur eftir af skólaárinu. Veðrið hefur ekki alveg leikur við okkur en vonandi horfir það til betri vegar. Í liðinni viku átti skólastjóri fund með fulltrúum skólamötuneytis. Starfsfólkið sem vinnur við hádegismatinn hjá nemendum er mjög ánægt með nemendur og hrósuðu þeim fyrir hegðun í matsal. Það er mjög gaman að heyra þegar nemendur standa sig vel og þökkum við þeim kærlega fyrir. Miðstigsleikarnir voru á Húnavöllum sl. fimmtudag og skemmtu nemendur sér vel við allskonar iðju t.d. sílaveiði. Nemendur eru margir hverjir byrjaðir á námsmatsverkefnum sínum og heldur það áfram í næstu viku. Nemendur í 10.bekk fara í skólaferðalag á þriðjudaginn í næstu viku og koma til baka á fimmtudaginn, þau ætla að skoða suðurlandið og koma örugglega endurnærð til baka. Þar sem mikið verður um útivist næstkomandi tvær vikur og gott væri ef foreldrar fylgdust vel með veðri að morgni og nemendur væru klæddir í stíl við það. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Hringleikur

Hringleikur var með sýningu fyrir nemendur í 5.-10.bekk í dag í íþróttahúsinu á Blönduósi í boði Skúnaskralls. Nemendur fóru með rútu, sýningin tók um 40 mínútur og komu nemendur til baka uppúr kl. 14:30. Frábær sýning og þökkum við kærlega fyrir okkur. Hringleikur er sirkuslistafélag sem vinnur að því að byggja upp og styrkja sirkusmenningu á Íslandi með uppsetningu fjölbreyttra sirkussýninga, námskeiðshaldi og sirkusiðkun fyrir sirkusfólk.
Lesa meira

Starfsmaður óskast í frístund Höfðaskóla skólaárið 2022-2023

Starfsmaður óskast í frístund Höfðaskóla skólaárið 2022-2023. Um 40% starf er að ræða. Hæfniskröfur: umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð. Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl eða viðkomandi stéttarfélag. Umsækjandi þarf að geta hafið störf mánudaginn 22.ágúst 2022. Umsóknarfrestur er til og með 16.maí. Umsóknum skal skilað hér Frekari upplýsingar veita Sara Diljá, skólastjóri og Guðrún Elsa, aðstoðarskólastjóri, í síma 4522800 eða á netfanginu hofdaskoli@hofdaskoli.is
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Nemendur skólans fengu góða gesti í vikunni. Lalli töframaður kom og skemmti nemendum á yngsta stigi og Guðrún Kloes heimsótti miðstigið og sagði þeim sögu Grettis í textílverki. Þessar heimsóknir voru í boði Skúnaskralls. Dagskrá Skúnaskralls er fjölbreytt og skemmtileg, hvetjum alla til að kynna sér hvað er í boði. Mistigið bauð til skemmtunar í vikunni, settu upp leikrit, tónlistaratriði og spurningakeppni. Nemendur á yngsta stigi buðu skólanum á "sal" og sýndu leikritið Ávaxtakörfuna. Allir skemmtu sér konunglega. Nú er heldur betur farið að styttast í annan endan á skólaárinu, nemendur eru í óða önn að ljúka þeim verkefnum sem þarf að ljúka og svo tekur við námsmat. Við endum svo skólaárið á útivist og öðru skemmtilegu sem verður nánar auglýst þegar skipulag liggur fyrir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Viðburðarík vika að baki hér í Höfðaskóla. Opið hús var á mánudaginn og þökkum við þeim sem litu við kærlega fyrir. List og verkgreinavika á unglingastigi þar sem nemendum var skipt í fimm hópa og fóru á milli stöðva. Um var að ræða myndmennt, heimilisfræði, prjón, tónlist og sviðslistir. Jákvæðni og gleði einkenndi unglingana þessa viku. Nemendur á miðstigi plokkuðu og yngsta stigið setti upp leikritið Ávaxtakarfan og bauð aðstandendum að koma og horfa. Framundan er maí og ekki verður hann viðburðalaus. Barnamenningarhátíð Norðurlands vestra er hafin og mun t.a.m Lalli töframaður kíkja til okkar í heimsókn 4.maí. Viðburðaríka dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast hér. Við vonum að þið njótið helgarinnar. Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

Opið hús

Mánudaginn 25.apríl n.k. verður opið hús í Höfðaskóla frá kl. 13:00-14:00. Við bjóðum gestum og gangandi að koma við hjá okkur og sjá hvað nemendur eru að fást við í kennslustundum. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Á sólríkum dögum eins og þessum finnum við að vorið nálgast. Nemendur 1.-10.bekkjar hittust í morgun og spiluðu æsispennandi BINGO. Vinningar voru glæsileg páskaegg úr Kjörbúðinni og þökkum við kærlega fyrir okkur. Myndir hér Páskafrí hefst að loknum skóladegi í dag föstudaginn 8. apríl. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 19. apríl og kennt samkvæmt stundatöflu. Við óskum ykkur gleðilegra páska og þökkum gott samstarf það sem af er skólaári. Páskakveðjur Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

TextílLab

Nemendur á miðstigi ásamt kennara fóru í vikunni og heimsóttu TextílLab á Blönduósi en það er fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi. Kynntu sér hin ýmsu stafrænu tæki og fengu svo að prufa. TextílLab er rými sem er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínyl prentara og skera. TextílLab býður upp á frábæra aðstöðu til nýsköpunar og þróunar textíls í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Lögð er áherslu á nýtingu innlendra hráefna. Við í Höfðaskóla þökkum kærlega góðar móttökur og eigum svo sannarlega eftir að nýta okkur TextílLab og þá þjónustu og lærdóm sem þar er hægt að fá. Hér má sjá myndir úr ferðinni
Lesa meira