Fréttir

Skráning í hádegismat

Upplýsingar er varða skráningu í hádegismat ásamt skráningarkerfi er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Lesa meira

Leiksýning nemenda leiklistarvals Höfðaskóla

Í ár kusum við að fara þá leið að taka upp leiksýninguna og bjóða upptökuna til kaups. Vegna reglugerðar um starfsemi grunnskóla í Covid var ekki mögulegt að sýna verkið fyrir fleiri en 20 manns í einu. Það var því ljóst að miðasala á leiksýninguna yrði ekki partur af fjáröflun nemenda í ár. Þess í stað freistum við þess að selja aðgang að upptökunni, svo að sem flestir geti notið og fjáröflun nemenda nái samt fram að ganga. Leiksýningin var tekin upp með nokkra hressa áhorfendur í sal þann 5. maí 2021. Fyrrum nemandi leiklistardeildar Höfðaskóla, Kristmundur Elías Baldvinsson, var að ljúka námi í kvikmyndagerð frá Borgarholtsskóla. Hann mætti vel græjaður í Fellsborg, tók sýninguna upp og klippti. Til þess að horfa á verkið þarf að senda póst á hofdaskoli@hofdaskoli.is og fylgja leiðbeiningum sem verða sendar um greiðslu. Að því loknu fáið þið sendan hlekk á sýninguna á YouTube. Góða skemmtun! Hér er hægt að nálgast leikskrána.
Lesa meira

Skólaferðalag nemenda 10.bekkjar

Hefð er fyrir því að nemendur í 10. bekk fari í skólaferðalag að vori. Stundum hefur verið farið til útlanda en að þessu sinni var ákveðið að fara í innanlandsferð og fara um Norðurland, enda hefur það uppá margt að bjóða. Nemendur, með dyggri aðstoð foreldra, söfnuðu fyrir skólaferðinni og vija þakka öllum þeim er studdu við þá í fjáröflun vetrarins. Hér fyrir neðan er ferðasaga þeirra :)
Lesa meira

Skólaslit hjá nemendum 1.-9.bekk

Skólaslit Höfðaskóla voru haldin í dag með óhefðbundnu sniði. Nemendur komu saman í heimastofunum sínum og tóku á móti einkunnarblöðum. Nemendur í 10.bekk mæta hinsvegar á morgun til útskriftar sem haldin verður í kirkjunni. Við vonumst til að geta haldið hefðbundin skólaslit vorið 2022.
Lesa meira

Grænfáni dreginn að húni

Haustið 2019 var skipuð umhverfisnefnd í Höfðaskóla með það að markmiði að verða skóli á grænni grein og geta sótt um Grænfána. Á heimasíðu Landverndar segir m.a. að skólar á grænni grein styðji við umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og almennt umhverfisstarf á öllum skólastigum. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarin tvö ár þar sem stigin hafa verið skrefin sjö sem þarf að uppfylla til þess að hljóta fánann. Fulltrúi frá Landvernd tók út vinnuna hjá okkur í síðustu viku og í dag var fáninn loks dreginn að húni. Það var því stór stund þegar fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd, þær Lárey Mara Velemir, Súsanna Valtýsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir veittu fánanum viðtöku frá Alexöndru Jóhannesdóttur, sveitarstjóra, sem var mætt fyrir hönd Landverndar. Þessar stúlkur hafa unnið mikið og gott starf í umhverfisnefnd, þær hafa setið þrjá fundi á önn, séð um dreifingu umhverfissáttmála, komið skilaboðum af fundum til samnemenda sinna og setið úttektar fund með Landvernd svo dæmi séu tekin. Við höldum ótrauð áfram og stefnum að sjálfsögðu að því að fá endurnýjun á fánanum eftir tvö ár.
Lesa meira

Útivistardagar

Undanfarna tvo daga hafa nemendur á öllum stigum skólans verið mikið úti. Á miðvikudaginn fór unglingastigið í ratleik og meðan yngsta og miðstig hjóluðu útað sandlæk og léku sér þar. Á fimmtudag fór 9.bekkur að gróðursetja meðan 8. og 10.bekkur týndu rusl. Yngsta og miðstig fóru í ratleik. Veðrið hefur verið eins og best verður á kosið og allir, bæði nemendur og kennarar, orðin ansi sólkysst.
Lesa meira

Skólalok, kveðja frá stjórnendum

Kæru skólavinir Nú er þessu óvenjulega skólaári að ljúka, skólaári sem hefur einkennst af breytingum fram og aftur vegna heimsfaraldurs og hafa foreldrar/forráðamenn, nemendur og allt starfsfólk skólans sýnt ótrúlega þolinmæði og seiglu í þessu öllu saman. Það var frekar súrt að geta ekki haldið sameiginleg skólaslit í Fellsborg eins og við erum vön, en við gerum það besta úr stöðunni eins og við höfum gert síðan þetta ástand hófst allt í mars 2020. Skólaárið sem nú er liðið var fjölbreytt, skemmtilegt, krefjandi og óvenjulegt. Við lærðum margt á fyrsta árinu okkar sem skólastjórnendur og er óhætt að fullyrða að annað árið hafi ekki kennt okkur neitt minna. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir þá þolinmæði og þann skilning sem skólasamfélagið allt hefur sýnt í þessu ástandi öllu. Skólaárið 2020-2021 hófst mánudaginn 24. ágúst 2020 þegar nemendur mættu á óhefðbundna skólasetningu í sínum heimastofum þar sem ekki var hægt að hittast í kirkjunni eins og vaninn er. Við upphaf skólaársins voru 78 nemendur skráðir í skólann og nú við skólalok eru þeir 79. Skólastarfið einkennist af þeim takmörkunum sem okkur voru sett hverju sinni og var ýmislegt sem þurfti að blása af, þar má nefna Reykjaskólaferð 7. bekkjar, valgreina helgar unglingastigs og fyrri þemaviku þess sama stigs. Fresta þurfti árshátíðinni okkar í þeirri von um að hægt væri að halda hana síðar á skólaárinu sem varð svo ekki og voru atriði nemenda tekin upp og send foreldrum/forráðamönnum. Það var þó margt sem við gátum gert, margar spennandi valgreinar á unglingastigi, við gátum sett upp leikrit sem tekið var upp og verður upptakan til sölu á næstu dögum, nánar auglýst síðar. Unnin voru mörg spennandi verkefni og hélt umhverfisnefndin vel á spilunum til þess að hægt væri að sækja um Grænfána og gleður okkur að tilkynna að Höfðaskóli er nú orðinn skóli á grænni grein og verður fánanum flaggað von bráðar. Breytingar á starfsmannahaldi hafa orðið á skólaárinu, Inga Jóna Sveinsdóttir fór í fæðingarorlof og Fjóla Dögg Björnsdóttir kom til baka eftir samskonar orlof. Nú er skipulag næsta skólaárs í undirbúningi og verða allar upplýsingar um umsjónarkennara og starfsmannahald sendar út í ágúst. Skóladagatal næsta árs bíður samþykktar fræðslunefndar og verður sett á heimasíðu um leið og hægt er. Skólaslit 1.-9. bekkjar fara fram á morgun, fimmtudag, hér í skólanum. Því miður geta foreldrar ekki verið viðstaddir að þessu sinni. Skólaslit hjá 10. bekk fara fram á föstudaginn og verða haldin í kirkjunni. Við þökkum fyrir gott samstarf á skólaárinu og minnum á mikilvægi þess að skólasamfélagið vinni saman að því að skapa hér jákvæðan skólabrag. Með þessum tvískiptu skólaslitum segjum við skólaárinu 2020-2021 slitið, njótið sumarsins og við hlökkum til að hitta alla aftur í haust, á hefðbundinni skólasetningu. Með sumarkveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Síðasta heila vikan í Höfðaskóla þetta skólaárið gekk vel. Nemendur hafa verið í námsmati og brallað ýmislegt annað skemmtilegt þess á milli. Í næstu viku verða uppbrotsdagar hjá okkur þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Allt nánara skipulag þeirra daga mun berast foreldrum/forráðamönnum frá umsjónarkennurum. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa skólaslit 1.-9. bekkjar fram á fimmtudag í næstu viku v. samkomutakmarkana. Þann dag ætlum við að vera í útivist um morguninn, grilla saman í hádeginu og svo halda nemendur í sínar heimastofur með umsjónarkennurum og eiga þar notalega stund áður en haldið er í sumarfrí um klukkan 13:30. Frístund verður með hefðbundnu sniði þann dag. Því miður getum við ekki boðið foreldrum að taka þátt í stundinni að þessu sinni. Á föstudag verða skólaslit hjá 10. bekk kl. 17:00 í kirkjunni en þau verða nánar auglýst í næstu viku. Við vonum að þið eigið góða langa helgi Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Vorblíða

Nemendum á yngsta stigi fannst algjör óþarfi að hanga inni láta veðurblíðu dagsins fara til spillis. Skundað var á ólátabelginn þar sem leiknar voru ýmsar hoppandi listir.
Lesa meira

Eldfjallaþema

Nemendur í 3.og 4.bekk eru búin að vera að vinna með eldfjöll undanfarna viku. Ýmisleg fjölbreytt vinna hefur átt sér stað og krakkarnir lært margt og mikið. Í gær bjuggu nemendurnir til sín eigin eldfjöll og fengu svo að láta þau gjósa. Fróðlegt og skemmtilegt þema. Myndir h
Lesa meira