Fréttir

Sveitaferð

Nemendur og kennarar í 1. og 2.bekk fóru í heimsókn uppá Kjalarland í morgun. Halla María fór með og aðstoðaði og þökkum við henni kærlega fyrir. Allir skemmtu sér konunglega.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Þá eru einungis tvær vikur eftir af skólaárinu. Veðrið leikur við okkur og nemendur byrja á námsmatsverkefnum sínum í næstu viku. Nemendur í 10.bekk fóru í skólaferðalag í vikunni. Fóru meðal annars í rafting, hvalaskoðun og jarðböðin á Mývatni. Ferðalangar fengu dásamlegt veður og komu endurnærð til baka. Þar sem mikið verður um útivist næstkomandi tvær vikur væri gott ef foreldrar myndu bera sólarvörn að morgni á börnin svo þau komi ekki heim brunnin. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Útistærðfræði á miðstigi

Nemendur á miðstigi voru úti í stærðfræði í dag að vinna með mælingar og hlutföll. Áttu að mæla á milli allra tækja og húsa á skólalóðinni og síðan áttu þau að teikna lóðina upp eftir mælingunum og breyta hlutföllunum í 1:100. Verkefni sem allir stóðu sig vel í að leysa
Lesa meira

Hjólaleiðangur

Í dag fóru nemendur í 3. og 4. bekk í hjólaleiðangur í góðu veðri. Við hjóluðum upp í hesthúsin hennar Fjólu Daggar og kíktum þar á hestana og gáfum þeim hey og köggla ásamt því að klappa þeim og sópa. Því næst tókum við nestispásu úti í náttúrunni og kíktum í fjárhúsin til Jóns Heiðars í sauðburð. Þar héldum við á lömbum og höfðum gaman. Rétt áður en við komum fæddist lamb og fengum þau því að sjá alveg nýtt lamb. Börnin skemmtu sér vel og höfðu gaman af. Sum voru að halda á lömbum í fyrsta sinn. Áður en við fórum aftur í skólann og í hádegismat fórum við á belginn. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel og veðrið lék við okkur. Nemendur hafa verið í hinum ýmsu verkefnum og ýmislegt skemmtilegt verið gert. Yngsta stig fór til dæmis í fjöruferð, miðstig bauð á sýningu um Norðurlöndin og leiklistarval unglingastigs lauk sinni vinnu þar sem leikritið ,,Klippt og skorið - morðgáta" var tekið upp. Vegna þeirra takmarkana sem gilda um skólastarf er ekki hægt að vera með sýningar með hefðbundnu sniði en við munum selja upptöku af leikritinu, sem Kristmundur Elías Baldvinsson tók upp og mun klippa, en það verður auglýst þegar allt er klappað og klárt. Höfðaskóli hefur nú lokið við skrefin sjö sem þarf að fara í gegnum til þess að verða skóli á grænni grein og fá þar með Grænfánan, sótt hefur verið um fánann og mun úttekt fara fram á næstu dögum, við vonumst til að það gangi allt vel. Nú er heldur betur farið að styttast í annan endan á skólaárinu, nemendur eru í óða önn að ljúka þeim verkefnum sem þarf að ljúka og svo tekur við námsmat. Við endum svo skólaárið á útivist og öðru skemmtilegu sem verður nánar auglýst þegar skipulag liggur fyrir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fjöruferð

Í dag fóru nemendur á yngsta stigi í fjöruferð. Ferðin var mjög skemmtileg og voru þau þónokkur sem óðu upp að hnjám í köldum sjónum. Ekki er ólíklegt að einn og einn kuðungur hafi slæðst með í úlpuvasa.
Lesa meira

Fræðslumyndbönd er varða umferðaröryggi

Inni á heimasíðu Samgöngustofu er hægt að nálgast fræðslumyndir og myndbönd er varða umferðaröryggi. Tenglar á þessi myndbönd eru hér að neðan. Fræðslumynd um rafhlaupahjól Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Þau tilheyra flokki reiðhjóla og um þau gilda sömu reglur og um reiðhjól að því undanskyldu að þeim má ekki aka á akbraut. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta. Fræðslumynd um öryggi barna í bíl Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl. Öryggi barna er á okkar ábyrgð - það er engin bílferð svo stutt að við getum gefið afslátt af því. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta. Fræðslumynd um ljósabúnað Ökutæki með ljósin kveikt eru mun sýnilegri í umferðinni, auk þess lýsa þau upp endurskin gangandi og hjólandi vegfarenda. Í þessu myndbandi er farið yfir ýmis atriði varðandi ökuljós og mikilvægi þess að öll ljósin á bílnum séu kveikt. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel, veðrið lék við okkur og nemendur voru mikið úti við. Á þriðjudaginn fóru 5. og 6. bekkur í heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og skemmtu sér konunglega, við þökkum kærlega fyrir höfðinglegar móttökur. Leiklistarvalið er nú á fullu að undirbúa sýninguna ,,Klippt og skorið" sem er morðgáta. Vegna þeirra takmarkana sem gilda um skólastarf munum við líklega ekki geta sýnt fyrir fullu húsi í Fellsborg eins og við hefðum gjarnan viljað og er verið að skoða að taka sýninguna upp og selja upptökuna, það verður nánar auglýst síðar. 1. bekkur fékk góða gjöf í vikunni þegar þeim voru færðir reiðhjólahjálmar frá Kiwanis klúbbnum, það vakti mikla lukku nú sem endranær en Kiwanis klúbburinn hefur fært 1. bekkingingum svona góða gjöf undanfarin ár. Framundan í maí er námsmat hjá nemendum og ýmislegt annað spennandi. Við minnum á hafragrautinn góða sem er í boði alla morgna frá 7:45. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Laus störf

Laus eru til umsóknar tvö störf við Frístund Höfðaskóla skólaárið 2021-2022. Um tvær 40% stöður er að ræða. Vinnutími er eftirfarandi: Mánudaga - miðvikudaga 13:00-16:00. Fimmtudaga og föstudaga 12:30-16:00. Umsóknir skulu sendar á netfangið hofdaskoli@hofdaskoli.is Nánari upplýsingar um störfin veita skólastjórnendur í síma 4522800 eða á framangefið netfang.
Lesa meira

Heimilisiðnaðarsafnið

Nemendur í 5.og 6. bekk fóru í dag á Blönduós í heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið. Mjög fróðleg og skemmtileg ferð. Vek athygli á vefsýningu safnsins “Að koma ull í fat” Myndir úr ferðinni hér
Lesa meira