14.10.2022
Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Í gær fengu allir nemendur skólans að sjá sýningu í boð Komedíuleikshússins. Foreldrafélag Höfðaskóla styrkti komu þeirra.
Í næstu viku fer 7. bekkur í Reykjaskóla og mun dvelja þar í skólabúðum ásamt Giggu alla vikuna.
Nú förum við að huga að undirbúning fyrir Utís foreldra sem er 26.okt, það verður allt saman auglýst betur þegar nær dregur.
Við minnum aftur á mikilvægi þess að yfirfara endurskinsmerkin þar sem er orðið ansi dimmt á morgnanna þegar við mætum í skólann.
Hafragrauturinn góði er svo alltaf á sínum stað á morgnanna :)
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
05.10.2022
Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki afhendi í gær nemendum 1.bekkjar Höfðaskóla endurskinsvesti. Það voru þeir Karl Lúðvíksson og Emil Hauksson sem afhendu vestin. Með í för var fulltrúi lögreglunnar á Norðurlandi vestra og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir gjöfina og komuna.
Lesa meira
29.09.2022
Mánudaginn 3.október nk. tekur skólamötuneyti Höfðaskóla til starfa. Fyrirkomulagið verður svipað og undanfarin ár, nemendur snæða hádegisverð uppí Fellsborg og verður matseldin í höndum þeirra Atla og Esme sem ráðin voru sem matráður og aðstoðarmatráður. Skráning í hádegismat fer fram hér og einnig upplýsingar um verð. Eftir sem áður verða matseðlar aðgengilegir á heimasíðu skólans.
Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
Lesa meira
29.09.2022
Heil og sæl öll
Vikan í Höfðaskóla hefur gengið ljómandi vel. Á morgun sækja kennarar haustþing í Varmahlíð og stuðningsfulltrúar, skólaliðar og húsvörður sækja námskeið á Sauðárkróki og því er ekki kennsla þann daginn.
Valgreinadagur fyrir unglingastig er haldinn á Hvammstanga í dag þar sem nemendur úr Höfðaskóla, Grunnskólanum í Húnabyggð og Grunnskólanum á Hvammstanga hittast og sækja ýmsar skemmtilegar smiðjur farið var kl. 11:30 og er von á hópnum til baka um 23:00.
Skólahópur leikskólans heimsótti yngsta stigið í dag og var ýmislegt brallað bæði innan sem utandyra. Gaman að fá svona fjölmennan og fjörugan hóp í heimsókn.
Þriðjudaginn 4.okt kl. 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk boðið í Fellsborg á leiksýninguna Góðan daginn faggi sem sýnd hefur verið í Þjóðleikhúsinu síðustu mánuði.
Þar fer Bjarni Snæbjörnsson leikari á kostum. Hægt er að kynna sér sýninguna hér: https://leikhusid.is/frettir/https-leikhusid-is-syningar-godan-daginn-faggi/
Minnum á aðalfund foreldrafélagsins sem verður í Höfðaskóla miðvikudaginn 5.okt kl. 20:00 og eru allir foreldrar hvattir til að mæta.
Nokkur atriði sem við viljum minna á:
- hafragrautur í boði alla morgna frá 7:50 nemendum að kostnaðarlausu.
- ávaxtastund á miðvikudögum í nestistímanum, einnig að kostnaðarlausu.
- mikilvægt að passa að sundfötin séu með í för þá daga sem sundkennsla er.
- íþróttir eru nú kenndar innandyra í íþróttahúsinu og þá skiptir máli að vera með tilheyrandi fatnað.
Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Munum að klæða okkur eftir veðri og nú væri ráð að yfirfara endurskinsmerki á útifatnaði og skólatöskum fyrir veturinn.
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira
21.09.2022
Nemendur á unglingastigi hafa verið í heimilisfræðivali í vetur þar sem áherslan er á þjóðlega rétti, bæði bakstur og mat. Nú þegar hafa nemendur steikt pönnukökur, bakað formkökur og í gær bökuðu þau kanilsnúða eins og amma gerði þá. Þá hafa nemendur einnig lært að búa til kjötfars og kartöflumús frá grunni, þar sem þau steiktu kjötbollur og útbjuggu soðsósu. Þau munu þegar fram líða stundir læra að gera kássu úr afgöngnum og brúntertu svo eitthvað sé nefnt.
Þær uppskriftir sem nemendur vinna með eru ættaðar frá Kvennaskólanum á Blönduósi, þrátt fyrir að meirihluti nemenda séu strákar, og úr uppskriftabók ættaðri frá Vindhæli.
Matreiðslukennari á unglingastigi þetta árið er Ásdís Ýr
Myndir af snúðagerð gærdagsins eru hér
Lesa meira
21.09.2022
Stjórn foreldrafélags Höfðaskóla boðar til aðalfundar miðvikudaginn 5. október kl. 20:00 í Höfðaskóla.
Dagskrá fundarins:
- ársskýrsla 2021-2022
- reikningar lagðir fram
- kosning til nýrrar stjórnar
- önnur mál.
Allir foreldrar eru hvattir til að mæta.
Lesa meira
16.09.2022
Heil og sæl
Áfram líður tíminn og skólaárið er komið vel af stað. Í vikunni sem nú er að líða voru nemendaviðtöl sem voru vel sótt og þökkum við öllum sem komu kærlega fyrir góð og gagnleg viðtöl. Gott samstarf heimila og skóla eru lykill að góðu skólastarfi. Við minnum á að foreldrar/forráðamenn eru alltaf velkomnir í heimsókn til okkar, slíkt þarf ekki einungis að vera á sérstökum viðtals dögum.
Á fimmtudaginn í næstu viku kemur skólahópur leikskólans í fyrstu skólaheimsóknina sína og vonumst við til að samstarfið milli skólastiga verði jafn gott og hefur verið undanfarin ár. Við hlökkum til að taka á móti þessum flottu krökkum.
Lesferill verður lagður fyrir núna í september og verða niðurstöður nemenda aðgengilegar á Mentor. Mikilvægt er að halda vel á spöðunum þegar kemur að heimalestri og sinna þeim hluta náms vel ekki síður en þeim hluta sem fram fer í skólanum.
Að öðru leiti er lítið að frétta úr skólastarfinu þessa dagana, við minnum á að fylgjast vel með á heimasíðunni okkar en þar setjum við inn allar helstu fréttir.
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
09.09.2022
Sæl og blessuð
Vikan gekk vel í Höfðaskóla og margt skemmtilegt um að vera eins og vanalega.
Í næstu viku tekur svo nemendafélagið aftur til starfa. Í stjórn þess sitja nú:
Úr 8. bekk eru þeir Andri Snær Björnsson og Anton Logi Reynisson í stjórn og Alexander Áki Hall Sigurðsson varamaður
Úr 9. bekk eru þær Birgitta Rún Finnbogadóttir og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir í stjórn og Logi Hrannar Jóhannsson varamaður
Úr 10. bekk eru þau Ásgeir Sigmar Björnsson og Elísa Bríet Björnsdóttir í stjórn og Steinunn Kristín Valtýsdóttir varamaður
Það verður spennandi að fylgjast með hvað félagið gerir skemmtilegt á skólaárinu.
Höfðaskóli skráði sig til leiks í verkefninu Göngum í skólann. Eins og fram kemur á heimasíðu verkefnisins þá er meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar.
Miðvikudaginn 14.sept verður skipulagsdagur/viðtalsdagur og ættu allir foreldrar/forráðamenn að hafa fengið aðgang að Mentor til að geta skráð sig og barnið sitt í viðtal hjá umsjónarkennara.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
08.09.2022
Höfðaskóli skráði sig til leiks í verkefninu Göngum í skólann. Eins og fram kemur á heimasíðu verkefnisins þá er meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. Með þessu er ætlunin að hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna en hreyfing vinnur m.a. gegn lífstílstengdum sjúkdómum, stuðlar að streitulosun og betri sjálfsmynd. Einnig er markmiðið að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. Þar að auki er markmiðið að draga úr umferð við skóla og stuðla að betra og hreinna lofti ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfi. Um leið er verið að stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: Hversu ,,gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf.
Heimasíða verkefnisins er gongumiskolann.is og hægt er að skoða hana hér og fræðast meira.
Lesa meira
02.09.2022
Heil og sæl kæru skólavinir
Skólastarfið fer vel af stað og höfum nýtt góða veðrið og verið töluvert úti. Í næstu viku vonum við að veðrið haldi áfram að leika við okkur og hægt sé að flytja kennsluna utandyra að hluta til.
Fengum góða heimsókn í dag frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur og Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur með verkefnið Orgelkrakkar, fyrir nemendur í 3.-7.bekk, sem er listgjörningur fyrir börn sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi. (myndir hér)
Nemendur fara heim kl. 12 á hádegi mánudaginn 5. september, snæða hádegismat heima hjá sér þar sem hvorki verður skóli né frístund eftir hádegið vegna námskeiðs sem allt starfsfólk skólans er að fara á á Blönduósi.
Við minnum á mikilvægi þess að lesa heima.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira