09.09.2022
Sæl og blessuð
Vikan gekk vel í Höfðaskóla og margt skemmtilegt um að vera eins og vanalega.
Í næstu viku tekur svo nemendafélagið aftur til starfa. Í stjórn þess sitja nú:
Úr 8. bekk eru þeir Andri Snær Björnsson og Anton Logi Reynisson í stjórn og Alexander Áki Hall Sigurðsson varamaður
Úr 9. bekk eru þær Birgitta Rún Finnbogadóttir og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir í stjórn og Logi Hrannar Jóhannsson varamaður
Úr 10. bekk eru þau Ásgeir Sigmar Björnsson og Elísa Bríet Björnsdóttir í stjórn og Steinunn Kristín Valtýsdóttir varamaður
Það verður spennandi að fylgjast með hvað félagið gerir skemmtilegt á skólaárinu.
Höfðaskóli skráði sig til leiks í verkefninu Göngum í skólann. Eins og fram kemur á heimasíðu verkefnisins þá er meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar.
Miðvikudaginn 14.sept verður skipulagsdagur/viðtalsdagur og ættu allir foreldrar/forráðamenn að hafa fengið aðgang að Mentor til að geta skráð sig og barnið sitt í viðtal hjá umsjónarkennara.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
08.09.2022
Höfðaskóli skráði sig til leiks í verkefninu Göngum í skólann. Eins og fram kemur á heimasíðu verkefnisins þá er meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. Með þessu er ætlunin að hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna en hreyfing vinnur m.a. gegn lífstílstengdum sjúkdómum, stuðlar að streitulosun og betri sjálfsmynd. Einnig er markmiðið að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. Þar að auki er markmiðið að draga úr umferð við skóla og stuðla að betra og hreinna lofti ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfi. Um leið er verið að stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: Hversu ,,gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf.
Heimasíða verkefnisins er gongumiskolann.is og hægt er að skoða hana hér og fræðast meira.
Lesa meira
02.09.2022
Heil og sæl kæru skólavinir
Skólastarfið fer vel af stað og höfum nýtt góða veðrið og verið töluvert úti. Í næstu viku vonum við að veðrið haldi áfram að leika við okkur og hægt sé að flytja kennsluna utandyra að hluta til.
Fengum góða heimsókn í dag frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur og Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur með verkefnið Orgelkrakkar, fyrir nemendur í 3.-7.bekk, sem er listgjörningur fyrir börn sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi. (myndir hér)
Nemendur fara heim kl. 12 á hádegi mánudaginn 5. september, snæða hádegismat heima hjá sér þar sem hvorki verður skóli né frístund eftir hádegið vegna námskeiðs sem allt starfsfólk skólans er að fara á á Blönduósi.
Við minnum á mikilvægi þess að lesa heima.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
26.08.2022
Sæl og blessuð kæru foreldrar og forráðamenn.
Við stjórnendur erum ánægðar með fyrstu dagana og hvernig skólastarfið fer af stað. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að hitta nemendur aftur eftir sumarfrí og gaman að sjá hvað þau hafa vaxið og þroskast í sumar.
Framundan eru ýmis skemmtileg verkefni jafnt innan sem utandyra.
Á heimasíðu skólans finnið þið allar helstu upplýsingar um stefnur og áætlanir sem og stoðþjónustu skólans og við hvetjum ykkur til að skoða það vel. Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur.
Frístund verður starfrækt með svipuðu sniði og undanfarin ár og er hún í boði fyrir nemendur á yngsta stigi eftir að kennslu lýkur á daginn. Starfsmenn frístundar verða Erna Ósk Guðnadóttir og Rakel Jensína Jónsdóttir. Frístund verður í boði endurgjaldslaust fyrir alla nemendur á yngsta stigi út ágúst. Eftir það hafa aðeins skráðir nemendur aðgang að frístund en skráning fer fram hér.
Breyting verður á mötuneytismálum og mun mötuneyti ekki taka til starfa núna strax í skólabyrjun. Nemendur hafa því val um að fara heim í hádeginu eða koma með auka nesti sem þau geta borðað í skólanum, gæsla verður á staðnum og er í boði að hita í örbylgjuofni, grilla í samloku grillum eða fá soðið vatn t.d. út á núðlur. Um leið og fyrirkomulag mötuneytis í vetur liggur fyrir fáið þið upplýsingar um það.
Íþróttir verða áfram kenndar úti á meðan vel viðrar, við skulum muna að koma klædd eftir veðri og í góðum skóm. Það sakar alls ekki að vera með auka par af sokkum í skólatöskunni.
Að lokum minnum við á hollt og gott nesti og hafragrautinn góða sem er í boði alla morgna frá kl. 7:45.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
22.08.2022
Heil og sæl kæru foreldrar/forráðamenn
Nú líður að skólabyrjun og verður skólasetning með sama hætti og á síðasta skólaári.
Skólasetning fyrir skólaárið 2022-2023 fer fram miðvikudaginn 24. ágúst 2022. Nemendur
mæta beint í skólann í sínar heimastofur í fylgd með foreldrum/forráðamönnum og eru
tímasetningar sem hér segir:
9:00 - yngsta stig
9:30 - miðstig
10:00 - unglingastig
Í haust eru skráðir 66 nemendur í Höfðaskóla og verða skóladagar 175 talsins.
Breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi en eins og tilkynnt var á skólaslitum s.l. vor létu
Erna Berglind og Óli Benna af störfum og hefur Rakel Jensína Jónsdóttir hafið störf í
Höfðaskóla.
Umsjónarkennarar í ár verða:
1. og 2. bekkur - Inga Jóna Sveinsdóttir
3. og 4. bekkur - Vigdís Elva Þorgeirsdóttir
5., 6. og 7. bekkur - Halla María Þórðardóttir og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir
8., 9. og 10. bekkur - Dagný Rósa Úlfarsdóttir og Elva Þórisdóttir.
Frístund verður starfrækt með svipuðu sniði og undanfarin ár og er hún í boði fyrir nemendur
á yngsta stigi eftir að kennslu lýkur á daginn. Starfsmenn frístundar verða Erna Ósk
Guðnadóttir og Rakel Jensína Jónsdóttir. Frístund verður í boði endurgjaldslaust fyrir alla
nemendur á yngsta stigi út ágúst. Eftir það hafa aðeins skráðir nemendur aðgang að frístund
en skráning fer fram hér.
Breyting verður á mötuneytismálum og mun mötuneyti ekki taka til starfa núna strax í
skólabyrjun. Nemendur hafa því val um að fara heim í hádeginu eða koma með auka nesti
sem þau geta borðað í skólanum, gæsla verður á staðnum og er í boði að hita í örbylgjuofni,
grilla í samloku grillum eða fá soðið vatn t.d. út á núðlur. Um leið og fyrirkomulag mötuneytis
í vetur liggur fyrir fáið þið upplýsingar um það.
Við munum áfram bjóða upp á hafragraut á morgnanna áður en kennsla hefst og verður
hann í boði frá fyrsta kennslu degi, fimmtudaginn 25. ágúst. Haddý sér um grautinn í vetur.
Sund verður áfram kennt á mánu- og þriðjudögum og mun Kiddi sjá um akstur til og frá
sundlaug.
Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna.
Ég óska ykkur öllum velfarnaðar á nýju skólaári og hlakka til að vinna með ykkur. Sjálf verð
ég áfram í 50% starfi til áramóta.
Skólaárið 2022-2023 hefst miðvikudaginn 24. ágúst og þar með segi ég Höfðaskóla settan.
Kær kveðja
Lesa meira
08.06.2022
Kæru skólavinir
Nú er enn eitt skólaárið runnið sitt skeið, skólaár sem einkenndist bæði af takmörkunum vegna heimsfaraldurs og hefðbundins skólastarfs.
Skólaslitin okkar fóru fram í Fellsborg 31. maí s.l. og heppnuðust mjög vel. Það eru alltaf blendnar tilfinningar að slíta skóla og halda út í sumarið og sérstaklega munum við sakna þeirra sem útskrifuðust og halda nú á nýjar slóðir.
Skólaárið okkar var fjölbreytt og skemmtilegt, nemendur unnu fjölbreytt verkefni og heilt yfir gekk allt vel. Við erum dugleg að setja myndir og fréttir á heimasíðuna af öllu því sem við erum að gera hverju sinni og hvetjum ykkur til að vera dugleg að fylgjast með henni.
Skólaslitum fylgja gjarnan mannabreytingar og nú í ár kveðjum við þau Ernu Berglindi Hreinsdóttur og Ólaf Bernódusson, sem bæði hafa starfað við skólann til fjölda ára. Við munum sakna þeirra mikið og þökkum þeim kærlega fyrir þeirra góða starf í gegnum árin.
Við þökkum sömuleiðis öllum forráðamönnum fyrir gott samstarf á skólaárinu og minnum á mikilvægi þess að muna að við erum öll saman í teymi. Það skiptir öllu máli að skólasamfélagið vinni vel saman og vinni stöðugt að því að viðhalda jákvæðum skólabrag.
Við vonum að þið njótið sumarsins kæru vinir, skólasetning Höfðaskóla fyrir skólaárið 2022-2023 fer fram 24. ágúst og verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Með sumarkveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
31.05.2022
Í dag fóru nemendur Höfðaskóla í ratleik um bæinn. Tveir leikir voru í gangi, einn fyrir yngsta stig og annar fyrir mið-og unglingastig. Stöðvarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar og var leikurinn frábær endir á góðu skólaári.
Lesa meira
31.05.2022
Í dag, á síðasta skóladegi nemenda, fengu allir nemendur skólans folf disk í gjöf frá foreldrafélagi skólans. Nýverið var settur upp frísbígolfvöllur á Skagaströnd sem er mjög vel heppnaður. Völlurinn verður vígður formlega fimmtudaginn 9. júní, en hefur nú þegar opnað og hvetjum við foreldra til að taka hring með börnunum sínum á vellinum góða.
Það er dýrmætt fyrir skólasamfélagið að eiga öflugt foreldrafélag og þökkum við þeim kærlega fyrir þessa góðu gjöf.
Lesa meira
30.05.2022
Nemendum unglingastigs bauðst að læra að prjóna í einni af valgreinum unglingastigs í vetur.
Þeir sem það völdu prjónuðu annað hvort húfu eða ungbarnahosur og nokkrir gerðu bæði. Þar lærðu þeir grunnatriði prjóns svo sem að fitja upp, slétt prjón og garðaprjón, útaukningar og úrtökur til hægri og vinstri, stroffprjón og að fella af.
Hér má sjá myndir af afrakstrinum.
Lesa meira
30.05.2022
Skólaslit Höfðaskóla fara fram í Fellsborg þriðjudaginn 31.maí n.k. og hefjast kl. 17:00.
Meðan á skólaslitum stendur eru nemendur beðnir um að sitja hjá forráðamönnum. Nemendahópar eru kallaðir upp á svið ásamt sínum umsjónarkennara þar sem þeir fá afhentan vitnisburð, byrjað á 1. og 2. bekk og svo koll af kolli.
Að skólaslitum loknum verður kaffihlaðborð fyrir 10.bekkinga, aðstandendur þeirra og starfsfólk skólans.
Skólaslitin eru öllum opin og vonumst við til að sjá sem flesta.
Við þökkum fyrir gott samstarf á liðnum vetri og hlökkum til að takast á við verkefnin sem framundan eru í samvinnu við nemendur, aðstandendur og samfélagið allt.
Hafið það sem best í sumar
Starfsfólk Höfðaskóla
Lesa meira