Fréttir

Föstudagskveðja skólastjórnenda

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla hefur gengið ljómandi vel. Starfsfólk sótti námskeið inn á Blönduósi á miðvikudag í tengslum við þróunarverkefni um Lærdómssamfélag í A-Hún og því var ekki kennsla eftir hádegi. Í dag verða skólastýrur fjarverandi vegna námsstefnu sem haldin verður á Akureyri og ber yfirskriftina - öflugir stjórnendur betra, betra skólastarf. Dagný Rósa verður okkar staðgengill. Í næstu viku er starfsdagur á mánudag og því enginn skóli hjá nemendum. Valgreinadagur fyrir unglingastig verður haldinn á Blönduósi föstudaginn 15. október n.k. þar sem nemendur úr Höfðaskóla, Blönduskóla og Húnavallaskóla hittast og sækja ýmsar skemmtilegar smiðjur. Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Munum að klæða okkur eftir veðri og nú væri ráð að yfirfara endurskinsmerki á útifatnaði og skólatöskum fyrir veturinn. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Starfsmaður óskast í frístund í Höfðaskóla

Starfsmaður óskast í frístund í Höfðaskóla. Vinnutími sem hér segir: þriðjudagar 13:00-16:00 fimmtudagar 12:30-16:00 föstudagar 12:30-16:00 Um 25% starf er að ræða. Hæfniskröfur: umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð. Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl eða viðkomandi stéttarfélag. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Um tímabundna ráðningu er að ræða, til 31.5.2022. Umsóknum skal skilað á netfangið hofdaskoli@hofdaskoli.is. Frekari upplýsingar um starfið veita Sara Diljá, skólastjóri og Guðrún Elsa, aðstoðarskólastjóri, í síma 4522800 eða á netfanginu hofdaskoli@hofdaskoli.is.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel þrátt fyrir að vetur konungur hafi minnt aðeins á sig í upphafi vikunnar. Skólaráð kom saman til fundar s.l. miðvikudag og fór yfir starfsáætlun skólaársins sem samþykkt var samhljóð. Starfsáætlunin verður borin undir fræðslunefnd til samþykktar í næstu viku og birt hér á heimasíðunni eftir það. N.k. miðvikudag, 6. október lýkur kennslu kl. 11:30 hjá nemendum v. námskeiðs kennara, nemendur fara þá í mat og heim að honum loknum. Frístund tekur við þeim nemendum sem þar eru skráðir eftir hádegismatinn og verður með hefðbundnu sniði til 16:00. Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang, við minnum á að mánudaginn 11. október er starfsdagur í skólanum og engin kennsla þann dag. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Föstudagskveðja

Sæl og blessuð kæru foreldrar/forráðamenn Lítið er að frétta úr skólastarfinu um þessar mundir, lífið gengur sinn vanagang og allir hressir og kátir. Kennarar eru í óða önn að ljúka við að færa inn niðurstöður úr Lesfimi og verða þær sendar heim með nemendum í næstu viku. Niðurstöður verða einnig aðgengilegar á Mentor. Minnum á hollt og staðgott nesti. Mjólk er í boði skólans og eins ávextir alla miðvikudaga. Haustið hefur aðeins verið að minna á sig undanfarna daga og því er gott að nemendur séu með klæðnað til útivistar. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

Frá unglingastigi

Á unglingastigi er unnið með samþættingu námsgreina sem þýðir að námsgreinarnar íslenska, náttúrufræði, samfélagsfræði og upplýsingatækni, ásamt lykilhæfni, eru unnar þematengt. Síðustu vikur hafa unglingarnir unnið að ýmsum verkefnum er tengjast náttúrunni og nærsamfélaginu. Unnið hefur verið með plöntugreiningu (blóm, grös og tré), örnefni og staðhætti hér á Skagaströnd. Nemendur unnu einnig fjölbreytt verkefni úti, meðal annars stærðfræði og myndatökur og myndbandagerð. Þá lærðu nemendur um síldarárin á Íslandi og sérstaklega áhrif þeirra hér við Húnaflóa og á Siglufirði, ásamt því að læra um efnahagsleg- og búsetuleg áhrif á landið. Dagur læsis var 8. september og þá vikuna unnu nemendur að fjölbreyttum læsisverkefnum, svo sem hlustun, áhorf, lestur og ritun. Þessi vika hefur verið tileinkuð náttúrunni, þar sem dagur náttúrunnar var 16. september og fengu nemendur fyrirlestur um fugla á mánudaginn hjá Einari Ó. Þorleifssyni náttúrufræðingi hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Á þriðjudaginn unnu nemendur verkefni um sinn uppáhaldsfugl og fóru og lögðu krabba- og marflóargildrur með Valtý Sigurðssyni líffræðingi hjá Biopol. Í gær unnu nemendur paraverkefni um ýmsar lífverur í og við fjöru. Í dag, föstudag, var svo vitjað um gildrur og afraksturinn var ágætur: krossfiskar, grjótkrabbar, þorskur og marhnútar en engar marflær. Nemendur fengu kennslu um líffræði fiska og skoðuðu aflann. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið við BioPol og Náttúrustofuna.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Höfðaskóla

Aðalfundur Foreldrafélag Höfðaskóla, boðar til aðalfundar þriðjudaginn 5. október 2021 Fundurinn verður haldinn í skólanum kl. 20:00. Dagskrá fundar: Skýrsla stjórnar og reikningar Kosning stjórnar Önnur mál Sýnum lit og fjölmennum á fundinn. Stuðningur foreldra við skólastarfið er dýrmætur og til góðs fyrir alla nemendur skólans. Bestu kveðjur Stjórnin
Lesa meira

Föstudagskveðja

Sæl og blessuð Tíminn líður á ógnarhraða og september hálfnaður. Dagur náttúrunnar var 16. september og af því tilefni var unglingastigið með námslotu tengda íslenskri náttúru í samvinnu við BioPol. Nemendur fengu fyrirlestur um fugla á mánudaginn hjá Einari Ó. Þorleifssyni náttúrufræðingi hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Í upphafi vikunnar fóru nemendur unglingastigs og lögðu krabba- og marflóargildrur með Valtý Sigurðssyni líffræðingi hjá Biopol, í morgun var vitjað um gildrurnar og afraksturinn skoðaður. Nemendur á miðstigi eru að vinna fjölbreytt verkefni tengd Óðni og voru verkefnaskilin meðal annars í formi fréttaþátta og stuttmyndar. Yngsta stigið hélt líka uppá dag náttúrunnar, þau fóru í göngutúr, týndu laufblöð og snigla sem skoðaðir voru í smásjá. Við erum að byrja að leggja fyrir lestrarpróf og minnum á mikilvægi þess að lesa heima. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Matreiðsla á miðstigi

Nemendur í matreiðsluhóp á miðstigi lærðu í dag að steikja amerískar pönnukökur.
Lesa meira

Barnakór Skagastrandar

Barnakór Skagastrandar æfir alla fimmtudaga í Hólaneskirkju kl. 16:00-17:30. Öll börn velkomin!
Lesa meira

Föstudagskveðja skólastjórnenda

Sæl og blessuð Vikan gekk vel í Höfðaskóla og margt skemmtilegt um að vera eins og vanalega. Umhverfisnefndin tók aftur til starfa eftir sumarfrí og hélt fyrsta fund vetrarins þar sem ákveðið var að vinna næstu tvö árin út frá þemanu náttúruvernd. Á komandi vikum verður skipulagið ákveðið og farið yfir hvernig við ætlum að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur. Í næstu viku tekur svo nemendafélagið aftur til starfa. Í stjórn þess sitja nú: Úr 8. bekk eru þeir Vésteinn Heiðarr Sigurðsson og Logi Hrannar Jóhannsson í stjórn og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir varamaður Úr 9. bekk eru þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Steinunn Kristín Valtýsdóttir í stjórn og Ásgeir Sigmar Björnsson varamaður Úr 10. bekk eru þau Óðinn Örn Gunnarsson og Stefanía Hrund Stefánsdóttir í stjórn og Ísabella Líf Tryggvadóttir varamaður Það verður spennandi að fylgjast með hvað félagið gerir skemmtilegt á skólaárinu. Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur. Við minnum á hafragrautinn góða sem er í boði alla morgna frá 7:50. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira