Fréttir

Öskudagur

Allskonar kynlegir kvistir mættu í skólann í morgun, hugmyndaríki, gleði og glaumur einkenndu morguninn hér í skólanum.
Lesa meira

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Þann 5.febrúar sl. hófust þættir á RÚV sem bera heitið HM 30 og er sýndur einn þáttur vikulega. Í þáttunum fara tveir þáttastjórnendur yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og vill svo skemmtilega til að annar þeirra er nemandi Höfðaskóla, Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Það verður spennandi að fylgjast með þessum fróðlegu þáttum.
Lesa meira

Frá eggi að unga

Nemendur í 4.-7. bekk eru að vinna hörðum höndum að því að fjölga nemendum skólans, eftir ca 18-20 daga ættu að bætast í hópinn 7 litlir hænuungar. Krakkarnir tengja þetta að sjálfsögðu við hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla og vinna skemmtilega verkefnavinnu tengda ferlinu frá eggi að unga.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Sæl kæru skólavinir Vikan í Höfðaskóla gekk ljómandi vel. Lífið gengur sinn vanagang hjá okkur og framundan er margt spennandi. Á mánudaginn er bolludagur og þá mega nemendur að sjálfsögðu koma með bollur í nesti. Á miðvikudaginn er svo öskudagur og þá verður ýmislegt um að vera. Nemendum á yngsta stigi stendur til boða að fara með frístund að syngja og safna sælgæti eða öðrum varningi. Við höfum óskað eftir því að fyrirtæki sem eru tilbúin til að taka á móti krökkunum láti okkur vita og munum við svo láta nemendur á mið- og unglingastigi vita hvaða fyrirtæki það eru. Foreldrafélag Höfðaskóla mun svo standa fyrir öskudagsskemmtun fyrir nemendur sem verður nánar auglýst þegar skipulag liggur fyrir. Á starfsmannafundi í vikunni voru ýmsar ákvarðanir teknar: Danskennsla verður vikuna 15.-19. mars. Kennari verður Ingunn M. Hallgrímsdóttir. Öll stig fara í 60 mínútna danstíma á dag. List- og verkgreinavika verður á unglingastigi 22.-26. mars og munu foreldrar/forráðamenn nemenda þar fá upplýsingar þegar nær dregur. Miðvikudaginn 7. apríl og fimmtudaginn 8. apríl munu nemendur í 9. og 10. bekk fara á námskeið í skyndihjálp og endurlífgun og sömuleiðis mun starfsfólk fara á námskeið. Karl Lúðvíksson sér um skipulag þess og kennslu. Árshátíðin verður haldin föstudaginn 9. apríl. Nánari útfærsla á henni verður auglýst þegar nær dregur. Semsagt, margt spennandi og skemmtilegt framundan :) Stöndum saman um að efla góð samskipti og samvinnu og gera þannig skólasamfélagið okkar enn betra.
Lesa meira

112 dagurinn

Hinn árlegi 112 dagur var haldinn hátíðlegur í dag. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar. Viðbragðsaðilar hér á Skagaströnd: - Björgunarsveitin Strönd - Lögreglan - Slökkviliðið - Rauði krossinn Mættu á bílastæðið við íþróttahúsið með allan sinn bíla- og tækjaflota og leyfðu nemendum skólans berja græjurnar augum. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.
Lesa meira

Unglingar í forritunarvali heimsóttu yngsta stig

Nemendur á unglingastigi í forritunarvali fóru á yngasta stigið í morgun og kynntu forritanlegu kúluna Sphero fyrir krökkunum. Krakkarnir höfðu mjög gaman af þessari heimsókn.
Lesa meira

Skólalóðin

Nemendur á miðstigi eru ekkert að láta "smá" hálku á körfuboltavellinum stoppa sig og yngri krakkarnir eru himinsæl með snjóinn sem var mokaður í fjall á skólalóðinni.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel og nemendur unnu við ýmis verkefni. Veðrið hefur verið gott og fóru nemendur og starfsfólk í frístund m.a. upp á tjaldsvæði á mánudaginn og nutu þess að vera úti. Við erum farin að huga að árshátíð og verður nánari útfærsla á henni kynnt þegar skipulag liggur fyrir. Ljóst er að árshátíðin verður rafræn þetta skólaárið en dagsetning hefur ekki enn verið ákveðin. Í lok síðasta skólaárs áttu nemendur skólans að fá danskennslu sem féll niður vegna þeirra takmarkana sem þá voru í gildi v. covid. Nú horfir svo við að hægt sé að hafa danskennsluna í mars og höfum við lagt undir vikuna 15.-19. mars. Nánara skipulag verður kynnt þegar það liggur fyrir. Foreldrakönnun skólapúlsins hefur verið send út og hvetjum við foreldra til að taka þátt. Skólinn þarf að ná 80% svarhlutfalli svo könnunin teljist marktæk og eins og staðan er núna er svarhlutfall aðeins 35%. Við minnum á mikilvægi þess að hafa ætíð í huga að jákvæður skólabragur er sameiginleg ábyrgð nemenda, foreldra/forráðamanna og starfsfólks. Nemendur, foreldrar og starfsfólk sýna hvert öðru kurteisi og virðingu. Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur og við hvetjum ykkur áfram til að vera dugleg að skoða heimasíðuna okkar, þar setjum við reglulega inn fréttir og myndir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Ísland til forna

Nemendur á yngsta stigi hafa verið að fjalla um landnám Íslands og Ísland áður fyrr. Rúnaletrið fannst þeim sérstaklega áhugavert og unnu skemmtilegt verkefni því tengdu.
Lesa meira

Umfjöllun um Samróm í Krakkafréttum RÚV ásamt viðtali við nemanda Höfðaskóla

Umfjöllun um niðurstöður Samróms, lestrarkeppni grunnskóla, í Krakkafréttum á RÚV ásamt viðtali við einn af frábæru lesurum Höfðaskóla hana Ylfu Fanndísi Hrannarsdóttur en hún var ein þeirra sem skráði sig sem einstakling og las 12.254 setningar. Höfðaskóli fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur en í nafni skólans voru lesnar 102535 setningar af 516 keppendum, vel gert nemendur, foreldrar og aðrir þátttakendur!
Lesa meira