06.05.2021
Inni á heimasíðu Samgöngustofu er hægt að nálgast fræðslumyndir og myndbönd er varða umferðaröryggi. Tenglar á þessi myndbönd eru hér að neðan.
Fræðslumynd um rafhlaupahjól
Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Þau tilheyra flokki reiðhjóla og um þau gilda sömu reglur og um reiðhjól að því undanskyldu að þeim má ekki aka á akbraut. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.
Fræðslumynd um öryggi barna í bíl
Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl. Öryggi barna er á okkar ábyrgð - það er engin bílferð svo stutt að við getum gefið afslátt af því. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.
Fræðslumynd um ljósabúnað
Ökutæki með ljósin kveikt eru mun sýnilegri í umferðinni, auk þess lýsa þau upp endurskin gangandi og hjólandi vegfarenda. Í þessu myndbandi er farið yfir ýmis atriði varðandi ökuljós og mikilvægi þess að öll ljósin á bílnum séu kveikt. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.
Lesa meira
30.04.2021
Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel, veðrið lék við okkur og nemendur voru mikið úti við. Á þriðjudaginn fóru 5. og 6. bekkur í heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og skemmtu sér konunglega, við þökkum kærlega fyrir höfðinglegar móttökur.
Leiklistarvalið er nú á fullu að undirbúa sýninguna ,,Klippt og skorið" sem er morðgáta. Vegna þeirra takmarkana sem gilda um skólastarf munum við líklega ekki geta sýnt fyrir fullu húsi í Fellsborg eins og við hefðum gjarnan viljað og er verið að skoða að taka sýninguna upp og selja upptökuna, það verður nánar auglýst síðar.
1. bekkur fékk góða gjöf í vikunni þegar þeim voru færðir reiðhjólahjálmar frá Kiwanis klúbbnum, það vakti mikla lukku nú sem endranær en Kiwanis klúbburinn hefur fært 1. bekkingingum svona góða gjöf undanfarin ár.
Framundan í maí er námsmat hjá nemendum og ýmislegt annað spennandi.
Við minnum á hafragrautinn góða sem er í boði alla morgna frá 7:45.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
28.04.2021
Laus eru til umsóknar tvö störf við Frístund Höfðaskóla skólaárið 2021-2022. Um tvær 40% stöður er að ræða.
Vinnutími er eftirfarandi:
Mánudaga - miðvikudaga 13:00-16:00.
Fimmtudaga og föstudaga 12:30-16:00.
Umsóknir skulu sendar á netfangið hofdaskoli@hofdaskoli.is
Nánari upplýsingar um störfin veita skólastjórnendur í síma 4522800 eða á framangefið netfang.
Lesa meira
27.04.2021
Nemendur í 5.og 6. bekk fóru í dag á Blönduós í heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið. Mjög fróðleg og skemmtileg ferð.
Vek athygli á vefsýningu safnsins “Að koma ull í fat”
Myndir úr ferðinni hér
Lesa meira
27.04.2021
Í vikunni fengu nemendur 1. bekkjar gjöf afhenta frá Kiwanis klúbbnum, börnin glöddust innilega og við þökkum góðar gjafir.
Lesa meira
26.04.2021
Þann 19.apríl nýtti myndmenntahópurinn á yngsta stigi góða veðrið og fóru þau út í göngutúr til að skoða hin ýmsu listaverk í bænum okkar. Farið var einnig í fjöruna og tekið með til baka allskyns steina sem voru notaðir í skemmtileg listaverk.
Lesa meira
16.04.2021
Heil og sæl
Fjölbreytt og skemmtileg vika að baki.
Vikuna fyrir páska hófst þemavika hjá nemendum unglingastigs. Ein stöð á hverjum degi í viku. Nemendur fóru í myndmennt, leðurvinnu, smíðar, heimilisfræði og þjóðfræði, þar sem þeir lærðu um stjörnumerkin sín og fóru í Spákonuhof. Vegna Covid áttu allir hópar eftir að fara á tvær stöðvar og var það klárað nú í vikunni. Þetta skipulag vakti mikla lukku meðal nemenda og skemmtilegt að sjá styrkleika hvers og eins koma fram á mismunandi stöðvum. Myndir er hægt að sjá hér.
Þorgrímur Þráinsson heimsótti unglingastigið á miðvikudaginn og hélt fyrirlesturinn ,,Verum ástfangin af lífinu” og var hann mjög áhugaverður. Hann lagði mikla áherslu á að nemendur íhuguðu orð Jim Carey sem voru “Áhrifin sem þið hafið á aðra, er það dýrmætasta sem til er”. Þá hvatti hann nemendur til þess að taka lítil skref í átt að stórum sigrum, t.d. með að venja sig á góða siði, vera kurteis og hafa rútínu á lífinu.
Nemendur á miðstigi eru að hefja fróðlega þemavinnu um norðurlöndin og yngsta stigið er að læra um eldgos og á það einmitt vel við nú á dögum.
Næsta vika verður stutt, sumardagurinn fyrsti á fimmtudaginn og starfsdagur kennara er á föstudaginn.
Við minnum á mikilvægi þess að nemendur séu klæddir í takt við síbreytilega veðráttu
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
09.04.2021
Nemendur 9. og 10.bekkjar sóttu í vikunni námskeið í skyndihjálp. Markmið námskeiðsins er kynna nemendur fyrir grunnatriðum skyndihjálpar þannig að þau öðlis lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það var Karl Lúðvíksson sem sá um kennsluna og þökkum við honum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira