Fréttir

Þemaverkefni á unglingastigi

Nemendur á unglingastigi hafa síðustu tvær vikur verið í þemavinnu um vímuefni og skaðsemi þeirra. Eitt af verkefnunum var að útbúa heimasíðu með upplýsingum um algeng vímuefni. Síðuna má nálgast hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja á fimmtudegi

Heil og sæl Áfram líða vikurnar og september rúmlega hálfnaður. Á morgun er starfsdagur hjá okkur, nemendur því í fríi og starfsfólk skólans mun sækja námskeið hjá Verndurum barna. Frábær mæting var á haustfund á yngsta stigi sem er vel. Mið- og unglingastigi munu auglýsa sína haustfundi von bráðar. Á þriðjudaginn s.l. fengum við þær Lóu og Lindu í heimsókn í tengslum við verkefnið hnýtum hugarflugur. Þær hittu nemendur í 3.-10. bekk og ýmist kynntu sig og sína starfsemi eða unnu lítil verkefni með nemendum. Mjög skemmtileg heimsókn. Að lokum minnum við á ávaxtastundina okkar góðu, alla miðvikudaga. Ekki er þörf á að koma með nesti þá daga. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Hnýtum hugarflugur

Að segja sögu í orðum og myndum er leið til að breyta heiminum. Með einum blýanti er hægt að koma ótrúlegustu hugmyndum í átt að veruleika. En stundum getur líka verið gott að láta staðar numið og leyfa afrakstri hugmyndavinnu að njóta sín í skemmtilegri bók. Rit- og myndhöfundarnir Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir komu í heimsókn og sögðu frá því hvernig þær vinna við sköpun bóka í orðum og myndum. Nemendur fengu að kynnast fjölbreyttum og skapandi aðferðum við að setja saman sögu og myndir. Farið var í leiki með hugarflug sem á sér engin takmörk. Nemendur fengu svo tækifæri til að búa til sína eigin myndasögubók. Þökkum við þeim stöllum fyrir dásamlega heimsókn.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru 16.sept

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðilegur 16. september ár hvert og að því tilefni fóru nemendur á yngsta stigi í göngutúr og skoðuðu sitt nánasta umhverfi.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel, nemendur halda áfram að vinna að mörgum spennandi verkefnum. Í næstu viku verður haustfundur á yngsta stigi, hann verður þriðjudaginn 15. september kl. 16:30 og við mælumst til þess að foreldrar/forráðamenn mæti á þann fund. Á föstudaginn í næstu viku, 18. september, er starfsdagur hjá starfsfólki og nemendur því í fríi þann dag. Til stóð að fara á Haustþing KSNV þennan föstudag en það var fellt niður vegna covid. Í staðin mun starfsfólk skólans, sem og starfsmenn íþróttamannvirkja sitja námskeið á vegum Barnaheilla sem ber yfirskriftina Verndarar barna. Um er að ræða gagnvirkt námskeið til að koma í veg fyrir, þekkja og kunna að bregðast við kynferðisofbeldi á börnum. Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur, allir sprækir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Hestaval á unglingastigi

Valgreinar á unglingastigi eru ansi fjölbreyttar í vetur og má þar nefna hestaval. Þeir nemendur sem það völdu voru það margir að skipt var í tvo hópa og fer hver hópur í útreiðatúr einu sinni í viku fram í miðjan október. Eins og myndirnar sýna þá eru nemendur himinlifandi með þetta framtak.
Lesa meira

Ungmennafélagið FRAM

Skráningar á íþróttaæfingar vetrarins verða rafrænar í ár. Fylgið eftirfarandi hlekk til að skrá börnin ykkar á æfingar Skráning
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan gekk vel í Höfðaskóla. Nú er allt komið vel af stað og nemendur hafa staðið sig vel. Á heimasíðunni okkar má finna fréttir úr skólastarfinu og við ætlum að vera dugleg að setja inn upplýsingar og myndir í vetur. Á heimasíðunni má einnig finna myndaalbúm fyrir skólaárið þar sem settar eru inn ýmsar skemmtilegar myndir. Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að fylgjast með þar. Aðeins hefur borið á að nemendur þurfa að bæta framkomu sína og hegðun í matsal og biðjum við ykkur foreldra/forráðamenn að ræða við börnin ykkar almennt um kurteisi og framkomu. Við minnum á að á miðvikudögum er ávaxtastund í skólanum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga. Einnig minnum við á hafragrautinn sem er í boði alla morgna frá 7:45. Að lokum, þegar kuldaboli minnir á sig er mikilvægt að nemendur séu klædd eftir veðri. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Náttúrufræðiverkefni á miðstigi

Krakkarnir á miðstigi að vinna náttúrufræði verkefni um fjöruna, pöddur, hljóð og plöntur í umhverfinu. Fjölbreytt og flott verkefnavinna þar sem allir gátu fundið eitthvað tengt sínu áhugasviði.
Lesa meira

Föstudagsgleði

Heil og sæl Þá er fyrsta skólavikan eftir sumarfrí að renna sitt skeið og hún hefur gengið vel. Nemendur virðist flestir sáttir með að vera komnir aftur af stað. Veðrið hefur verið gott og hafa nemendur unnið ýmis verkefni utandyra. Á mánudaginn er síðasti dagurinn þar sem frístund stendur öllum nemendum á yngsta stigi til boða endurgjaldslaust. Frá og með 1. september verður aðeins opið fyrir þá nemendur sem skráðir eru. Skráning fer fram á heimasíðu skólans en þar er einnig hægt að skrá nemendur í hádegismat. Við skulum halda áfram að vera dugleg að gæta að smitvörum. Á meðan ástandið er eins og það er biðjum við ykkur að takmarka heimsóknir inn í skólahúsnæðið og gera boð á undan ykkur ef þið viljið koma í heimsókn. Við erum öll almannavarnir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira