22.01.2021
Miðstig lærði um heita og kalda liti og voru notuð ljósaborð til að æfa skyggingar, lærðu einnig um grunnformin, hvernig tvívíð form geta orðið þrívíð með skyggingum. Skemmtileg vinna :)
Lesa meira
21.01.2021
Lestrarkeppnin sem skólinn er að taka þátt í er á milli grunnskóla landsins og er haldin í annað sinn inni á https://samromur.is/takathatt þar sem keppt erum fjölda setninga sem lesnar eru inn í Samróm. Forseti Íslands setti keppnina formlega í Fellaskóla mánudaginn 18.janúar. Keppnin stendur yfir í viku og lýkur 25. janúar.
Höfðaskóli tekur þátt í ár. Þessi keppni er hinsvegar ekki bara fyrir nemendur heldur geta allir í bæjarfélaginu, ungir sem aldnir, lagt hönd á plóg og skráð sig til leiks mánudaginn 18.janúar inn í Höfðaskólahópinn og lesið.
Það er síðan framlag hópsins sem telur og eru vegleg verðlaun fyrir þann skóla sem les mest.
Nemendur skólans lesa og lesa, standa sig gríðarlega vel og er skólinn, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti í C flokki. Einnig hafa foreldrar og aðrir Skagstrendingar tekið mjög virkan þátt.
Lesa meira
19.01.2021
Síðustu tvo þriðjudaga hafa nemendur í forritunarvali unnið með Sphero kúlur sem hægt er að forrita. Nemendur útbjuggu 2 brautir sem þeir létu síðan kúlurnar fara um.
Hægt er að sjá fleiri myndir hér og kynna sér Sphero forritun hér: https://sphero.com/
Lesa meira
15.01.2021
Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Nemendur eru í óða önn að ljúka við námsmatsverkefni sem hefur gengið vel.
Veðrið hefur farið ljúfum höndum um okkur þó það hafi verið fremur kalt. Við klæðum okkur þá bara betur og þökkum fyrir að vera ekki að takast á við sama tíðarfar og í fyrra, en á þessum tíma á síðasta skólaári var búið að þurfa aflýsa skóla fjórum sinnum vegna veðurs.
Í næstu viku er starfsdagur á mánudag og því enginn skóli hjá nemendum, hefðbundinn skóladagur verður á þriðjudag en á miðvikudag verða svo nemendaviðtöl. Nemendur mæta því ekki í hefðbundna kennslu á miðvikudag heldur einungis í sín viðtöl. Viðtölin bóka foreldrar í gegnum Mentor. Ef þær tímasetningar sem í boði eru henta alls ekki má hafa samband við umsjónarkennara í tölvupósti og fundin verður lausn á þeim málum. Á fimmtudag og föstudag verða svo hefðbundnir skóladagar og ný önn hefst.
Lestrarkeppni á milli grunnskóla landsins verður haldin í annað sinn inni á samromur.is þar sem keppt verður um fjölda setninga sem nemendur lesa inn í Samróm. Forseti Íslands mun setja keppnina formlega af stað í Fellaskóla mánudaginn 18.janúar. Keppnin stendur yfir í viku og lýkur 25. janúar. Höfðaskóli ætlar í ár að taka þátt og biðjum við foreldra um að aðstoða börnin sín við að fara inn á síðuna, samromur.is mánudaginn 18.janúar, og skrá sig til leiks í Höfðaskóla. Þessi keppni er hinsvegar ekki bara fyrir nemendur heldur geta allir í bæjarfélaginu lagt hönd á plóg og skráð sig inn í Höfðaskólahópinn og lesið. Það er síðan framlag hópsins sem telur. Vegleg verðlaun eru fyrir þann skóla sem les mest.
Við minnum að lokum á að hafragrauturinn er á sínum stað alla þá morgna sem hefbundið skólastarf er, frá klukkan 7:45 og ánægjulegt er hversu margir nýta sér það.
Við vonum að þið njótið langrar helgar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
15.01.2021
Bókasafn Höfðaskóla fékk á dögunum bókina um Litlu lundapysjuna, sem gefin er út á 12 tungumálum, gefins frá bókaútgefandanum. Systurnar frá Mánaskál, frænkur útgefandans, komu með bækurnar. Þökkum við kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að koma sér mjög vel.
Lesa meira
08.01.2021
Sæl kæru vinir og gleðilegt nýtt ár
Skólastarfið fer vel af stað eftir gott jólafrí og gladdi það okkur að geta hafið kennslu án hafta almannavarna.
Nemendur eru í óða önn að ljúka við þau verkefni sem þurfa að klárast fyrir annarlok og kennarar á fullu í námsmatsvinnu þar sem vorönn hefst 21.janúar.
Nemendafélag Höfðaskóla tók formlega til starfa í dag, Gabríel Goði Tryggvason nemandi í 10.bekk var kosinn formaður og Elísa Bríet Björnsdóttir nemandi í 8.bekk var kosin ritari. Óskum við þeim velfarnaðar í starfi.
Heldur blautt hefur verið undanfarna daga og við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni.
Að lokum minnum við á hafragrautinn góða sem Lilja töfrar fram á hverjum morgni og er í boði frá 7:45. Einnig er ávaxtastund á miðvikudögum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
08.01.2021
Í vikunni bjuggu nemendur á miðstigi til andlitsstyttur og máluðu. Mjög vönduð og flott vinna. Nemendur munu síðan halda áfram með stytturnar í næstur viku.
Fleiri myndir hér
Lesa meira
18.12.2020
Söfnuninni okkar til styrktar Neistans er nú lokið. Saman söfnuðum við 87þúsund krónum sem nú hafa verið lagðar inn hjá Neistanum. Krakkarnir fengu senda kveðju frá stjórn Neistans sem þau horfðu á í dag og þökkum við kærlega öllum þeim sem lögðu málefninu lið.
Gleðileg jól
Lesa meira
18.12.2020
Heil og sæl
Hér kemur síðasta föstudagskveðja ársins 2020. Senn er hið viðburðaríka 2020 á enda og margt sem hefur sett svip sinn á skólastarfið hjá okkur.
Janúar og febrúar voru með rólegra móti. Veðrið lék okkur aðeins grátt sem hafði áhrif á skólahaldið. Við gerðum þó ýmislegt, unnum að umhverfissáttmála skólans og birtum hann á heimasíðu, yngsta stig hélt þorrablót, 112 dagurinn var haldinn 11. febrúar og fengum við skemmtilega heimsókn frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitinni Strönd. 17. febrúar héldu nemendur í viðburðarstjórn Bingó þar sem allur ágóði rann til Krabbameinsfélags Austur Húnavatnssýslu. Í lok febrúar var svo öskudagurinn þar sem hinar ýmsu verur mættu í skólann og í lok febrúar var formlega tekið í notkun nýtt bókasafn Höfðaskóla.
Lesa meira
17.12.2020
Í morgun fóru nemendur skólans ásamt starfsfólki yfir í kirkjuna og hlustuðu á lestur úr bókinni hennar Ástrósar Elísdóttur okkar einnig var sungið og trallað. Þegar allir komu til baka í skólann var mynduð friðarkeðja og kærleiksljós látið ganga. Í hádeginu í dag var boðið uppá möndlugraut sem stýrurnar og Stína hrærðu.
Lesa meira