Fréttir

Föstudagskveðja

Munið að fortíðinni verður ekki breytt, framtíðin er óráðin og það er dagurinn í dag sem skiptir öllu máli. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Leikir eru líka nám

Þrátt fyrir að íþróttakennsla sé óheimili núna næstu tvær vikurnar deyr Finnbogi ekki ráðalaus og fer í marga skemmtilega leiki með nemendunum bæði innandyra og utan. Í dag útbjuggu nemendur á yngsta stigi skutlur og fóru svo í leik því tengdu, allir skemmtu sér konunglega.
Lesa meira

Föstudagskveðja fyrir vetrarfrí

Heil og sæl Þessi vika er stutt í annan endan þar sem við erum með vetrarfrí á morgun og á mánudag. Vikan gekk vel hjá okkur og margt spennandi í gangi. Eins og hefur eflaust ekki farið framhjá neinum stendur til að herða sóttvarnaraðgerðir en við höfum ekki enn fengið fréttir af því hvort og þá hvernig þær munu hafa áhrif á skólastarf. Við höldum ykkur upplýstum ef breytingar verða. Nemendur á yngsta stigi fengu í vikunni endurskinsmerki í gjöf en þau voru að ljúka við umferðarþema. Endurskinsmerki eru nauðsynleg þegar dimmt er úti og hvetjum við foreldra á öllum stigum að yfirfara flíkur og töskur barnanna sinna og gæta þess að allir sjáist vel í myrkrinu. Við vonum að þið njótið vetrarfrísins Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Grænfáni

Þessa dagana eru nemendur skólans að rifja upp umhverfissáttmálann okkar sem við settum á síðasta skólaári. Gott væri ef foreldrar mynd kíkja yfir stefnuna líka og ræða hana við börnin.
Lesa meira

Föstudagskveðja skólastjórnenda

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Við héldum fyrsta fund í umhverfisnefnd og vonumst til að geta sótt um Grænfána fyrir lok þessa skólaárs. Á starfsmannafundi í þessari viku var tekin ákvörðun um að fresta árshátíð um sinn. Til stóð að halda hana 19. nóvember n.k. en í ljósi þess að núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 16. nóvember erum við ekki bjartsýn á að ná að halda hana með hefðbundnu sniði þann 19.. Staðan verður endurmetin í febrúar og ef útlit er fyrir að ekki verði hægt að halda árshátíðina eins og við erum vön að gera munum við finna nýtt fyrirkomulag, við erum jú orðin ansi sjóuð í að breyta áætlunum okkar :) Á starfsmannafundi var einnig rætt um fyrirkomulag litlu jóla og hvaða fyrirkomulag ætti að vera á pakkaskiptunum. Við ætlum að halda okkur við að styrkja gott málefni í stað þess að skiptast á gjöfum og nú langar okkur að velja málefni sem stendur samfélaginu okkar nærri. Ákveðið var að styrkirnir færu til félagasamtaka en ekki einstaklinga. Allar ábendingar um málefni til að styrkja má senda okkur hér. Nemendur verða að sjálfsögðu hafðir með í ráðum þegar kemur að því að velja endanlega hvaða málefni verður styrkt. Næstu tvær vikur verða styttri en venjulega, þar sem við tökum okkur vetrarfrí föstudaginn 30. október og mánudaginn 2. nóvember. Að lokum minnum við ykkur á að hafa samband ef eitthvað er. Netföng allra starfsmanna eru aðgengileg hér á heimasíðunni og símanúmerið í skólanum er 452-2800. Við skulum stilla okkur saman um að tala fallega um skólann okkar og stuðla saman að jákvæðum skólabrag. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

LEGO í dönsku

Nemendur á miðstigi eru að læra dönsku. Krakkarnir unnu saman 2-3 í hóp og áttu að búa til LEGO byggingar leiðbeiningar á dönsku. Kennslustundin byrjaði á umræðu um þau orð sem gætu komið upp við svona vinnu. Þau byrjuðu á að kubba lítið LEGO stykki og síðan hönnuðu þau leiðbeiningar. Síðan skiptust þau á leiðbeiningum og áttu að reyna að kubba eftir leiðbeiningum frá öðrum.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Aftur er kominn föstudagur, tíminn líður hjá á ógnarhraða. Vikan í Höfðaskóla gekk ljómandi vel. Skólastarfið er með rólegra móti þegar kemur að vettvangsheimsóknum eða ferðalögum vegna stöðunar í samfélaginu en að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang hjá okkur. Við reynum að vera dugleg að setja fréttir og myndir á heimasíðuna og hvetjum ykkur til að vera dugleg að fylgjast þar með. Í þessari viku má t.d. sjá myndir úr smíðakennslu á yngsta- og miðstigi, af náttúrufræði verkefnum hjá miðstigi og frá lestrarstund á yngsta stigi. Í næstu viku er stefnan að halda fyrsta fund skólaársins í umhverfisnefnd og halda áfram vinnunni í átt að því að verða skóli á grænni grein. Við vorum búin að skipuleggja viðburði í tengslum við það í vor sem við þurftum að fella niður en getum vonandi haldið þá þegar líður á þetta skólaár. Annars höldum við áfram að taka eina viku í einu og skipuleggja skólastarfið út frá ástandinu og þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni. Að lokum skorum við á ykkur að fara yfir vetrarfötin um helgina svo allt verði klárt þegar veturkonungur skellur á af fullum þunga :) Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Lestur er bestur

Reglulega fer yngsta stig í yndislestur og mega þau þá velja sér staði á neðri hæð skólans, koma sér vel fyrir og grúska í bókum.
Lesa meira

Náttúrufræði á miðstigi

Nemendur á miðstigi hafa verið að læra um tækniþróun. Þau völdu sér tæki að eigin vali og áttu að finna hvenær þau voru fundin upp og þróunina á þeim til dagsins í dag. Einnig unnu nemendur á miðstigi verkefni um fjöruna, hljóð, pöddur og plöntur. Þau fóru í vettvangsferð og tóku upp hljóð, tóku myndir og söfnuðu hlutum/dýrum/plöntum sem tengdust verkefninu. Hver hópur bjóð til veggspjald og mátti svo kynna þetta með því að vera með glærukynningu, munnlega eða bara eins og hentaði þeim best.
Lesa meira

Smíðakennsla

Í smíðum vinna nemendur fjölbreytt verkefni. Hér má sjá brot af því sem nemendur á yngsta- og miðstigi hafa verið að bauka það sem af er skólaári.
Lesa meira