Fréttir

Myndmennt á miðstigi

Nemendur á miðstigi læra að blanda hina ýmsu liti og tóna, læra að lýsa liti og skyggja.
Lesa meira

Þemaverkefni 4.bekkur

Nemendur 4.bekkjar hafa undanfarið unnið þemaverkefni um hópíþróttir. Nemendurnir hafa komist að ýmsu skemmtilegu tengt íslensku landsliðunum í handbolta, fótbolta og körfubolta.
Lesa meira

Upplýsingatækni og forritun

Nemendur á yngsta og miðstigi eru í list og verkgreinafagi sem heitir upplýsingatækni og forritun. Þar er m.a. verið að læra forritun gegnum Minecraft, Osmo og önnur sambærileg forrit. Skólinn á síðan fartölvur sem heita chrome books og æfa nemendur þar t.d. fingrasetninguna og gera ritvinnsluæfingar.
Lesa meira

Myndmennt á yngsta stigi

Í list og verkgreinahópum halda nemendur yngsta stigs áfram að læra um litina og hvernig þeir blandast í þessu skemmtilega verkefni sem við köllum dropalist.
Lesa meira

Kósýdagur og sparinesti

Í gær var kósýdagur á yngsta stigi. Nemendur komu í kósýfötum gæddu sér á sparinesti, dreifðu sér um neðri hæðina og lásu bækur. Einnig var horft á mynd. Krakkarnir skemmtu sér vel.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Sæl öll Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Á miðvikudaginn var takmörkunum aflétt að hluta svo við gátum farið aftur af stað með hafragrautinn sem var kærkomið :) Nemendur á yngsta- og miðstigi eru nú samkvæmt hefðbundinni stundaskrá í skólanum að öllu leyti nema því að þau fara í mat kl. 12:00 á föstudögum í stað 12:40. Það mun svo breytast aftur þegar við getum aflétt takmörkunum á unglingastigi sem verður vonandi sem allra fyrst. Nú þurfum við að fara taka ákvörðun um hvaða málefni við ætlum að styrkja í desember söfnuninni okkar en líkt og í fyrra ætlum við að styrkja gott málefni í stað þess að skiptast á gjöfum, það á bæði við um nemendur og starfsfólk. Frétt um söfnina í fyrra má sjá hér og hér má senda okkur ábendingar um málefni sem við getum styrkt, allar ábendingar eru vel þegnar svo endilega sendið okkur tillögur. Í næstu viku höldum við sama skipulagi og í þessari. Við vonumst til að skólahald færist að öllu leyti í eðlilegt horf þegar núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi þann 1. desember, við munum fylgjast vel með og upplýsa ykkur um skipulag desembermánaðar þegar það liggur fyrir. Við minnum á mikilvægi þess að nemendur séu vel klæddir, þá sérstaklega nemendur yngsta stigs sem eru í frístund. Nokkuð hefur borið á að nemendur séu ekki klæddir til útivistar í kuldanum sem hefur verið undanfarið og við þurfum að bæta úr því :) Nemendur eru mikið utandyra á frístundartíma og þá skiptir miklu máli að vera vel klædd. Í vikunni komu Kristinn Rúnar Kristjánsson og Lilja Dögg Hjaltadóttir fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Strandar og færðu öllum nemendum skólans endurskinsmerki. Við hvetjum ykkur til að nota þau, festa á útifatnað eða skólatöskur og gera börnin okkar enn sýnilegri í myrkrinu en þau eru nú þegar. Við þökkum Björgunarsveitinni Strönd kærlega fyrir þessa góðu gjöf til nemenda. Annars biðjum við að heilsa og vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Höfundastóll

Höfundastóll keyptur fyrir yngsta stig. Hlutverk höfundastólsins er það að nemendur fara í stólinn til að lesa upp og segja sögur eða ljóð sem þau hafa samið. Tilgangurinn er að tengja saman ritun og lestur. Nemendur eru í litlum hópum við stólinn. Eftir upplesturinn fær höfundur uppbyggjandi og jákvæðar undirtektir frá áheyrendum. Með notkun stólsins styrkja nemendur sjálfstraust sitt varðandi lestur, textagerð og samræður. Hlustendur hafa líka hlutverk, þeir þurfa að veita höfundi alla athygli, sitja uppréttir og horfa á lesandann. Kennarinn er á sama tíma ýmist einn af áheyrendum eða til aðstoðar.
Lesa meira

Hringekja á yngsta stigi

Í hringekju á yngsta stigi var í dag unnið með stærðfærði, þar var t.d. ein stöð með Numicon. Kennarar Höfðaskóla sóttu námskeið í kennslu með Numicon í Brighton fyrir 5 árum. Numicon er fjölskynja aðferð sem kennir börnum að skilja talnafræði á mun auðveldari hátt. Börn læra að sjá hvern tölustaf sem heild, bæði með notkjun Numicon forma og talnastanga. Hvert Numicon form lítur út eins og gildi hverrar tölu. Með notkun Numicon er þróa börn með sér sterka, breiða og auðuga heildarmynd af tölustöfum.
Lesa meira

Í vikulokin

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel og óhætt að segja að nemendur séu að standa sig með ágætum í þeim takmörkunum sem nú eru í gildi. Örlitlir hnökrar komu upp í hádegismatnum í Fellsborg þar sem nemendur fóru ekki alveg eftir settum reglum en því var kippt í liðinn og hefur gengið betur síðan. Skólahald verður með sama hætti og í þessari viku á mánudag og þriðjudag. Von er á reglugerð um áframhaldandi takmarkanir sem gilda frá miðvikudeginum 18. nóvember. Þegar sú reglugerð liggur fyrir munum við upplýsa ykkur um skipulagið hjá okkur frá og með þeim degi. Við finnum fyrir því að nemendur eru orðnir þreyttir á þessu ástandi og er það vel skiljanlegt. Þetta ástand hefur verið langvarandi og ýmsar takmarkanir hafa verið settar sem hafa haft áhrif á börnin. Við í skólanum erum að skoða hvernig við getum brugðist við þessari þreytu sem farin er að myndast og hvetjum við foreldra og forráðamenn einnig til að vera meðvitaða og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum sínum. Barnaheill stendur t.d. fyrir símalausum sunnudegi, n.k. sunnudag þann 15. nóvember og hvetjum við alla til að taka þátt. Upplýsingar um þennan dag má sjá hér. Árshátíðin okkar hefði samkvæmt skóladagatali átt að vera 19. nóvember, fimmtudaginn í næstu viku. Eins og áður hefur verið upplýst um var henni frestað og verður staðan endurmetin í febrúar. Kennarar munu þó gera eitthvað skemmtilegt með nemendum þennan dag og brjóta upp hefðbundna kennslu að minnska kosti part úr degi :) Umsjónarkennarar hvers stigs senda upplýsingar um það heim. Að öðru leyti höldum við okkar striki, tökum einn dag í einu og vonum að skólahald verði orðið með hefðbundnum hætti sem allra fyrst. Til þess að það verði þurfum við öll að standa saman og muna að við erum öll almannavarnir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Heimilisfræði

Við Höfðaskóla er það Finnbogi sem kennir heimilsfræði og eru þeir ansi margir og fjölbreyttir réttirnir sem hann kennir nemendunum að elda eða baka. Þetta er eitt af þeim fögum sem nemendurnir halda mest uppá og ávallt spennandi að mæta í kennslustund. Í Aðalnámskrá grunnskóla segir að markviss heimilisfræðikennsla stuðli að því að einstaklingurinn kynnist heilbrigðum lífsháttum og verði ábyrgur fyrir sjálfum sér og síðar öðrum. Kennslan undirbýr einnig einstaklinginn fyrir virkari þátttöku í samfélaginu svo og í fjölskyldu- og atvinnulífi. Margvísleg störf eru unnin innan veggja heimilisins sem krefjast kunnáttu og skilnings og er það nauðsynlegt að bæði kynin séu fær um að annast heimilið.
Lesa meira