03.02.2021
Á mánudaginn lögðu þeir sem eru í frístund upp í ferð. Förinni var heitið upp Hólabrautina með nesti, sleða, þotur og þessháttar búnað. Áfangastaðurinn var Hólabergið til að renna sér og hafa gaman.
Lesa meira
29.01.2021
Í vikunni voru nemendur á miðstigi að vinna með tölfræði í stærðfræði. Verkefni var byggt upp sem hópverkefni og skipulagt útfrá hæfniviðmiðum í Aðalnámskrá grunnskóla. Hóparnir réðu á hvaða hátt upplýsingunum sem var aflað var skilað.
Í lok dagsins í dag bauð miðstigið síðan nemendum á yngsta stigi í heimsókn og voru spiluð hin ýmsu spil og dansað.
Skemmtileg samvera sem verður endurtekin.
Lesa meira
29.01.2021
Vikan hefur verið viðburðarrík og ánægjuleg.
Á mánudaginn lauk lestrarkeppni grunnskólanna hjá Samrómi og við lentum í 2. sæti í okkar flokki og 3. sæti yfir landið. Þær Súsanna og Steinunn Kristín tóku við viðurkenningu á Bessastöðum fyrir hönd skólans á miðvikudaginn. Á fimmtudagsmorgni var gangafundur með skólastjórnendum og þar fengu Ylfa Fanndís og Lárey Mara viðurkenningu frá skólanum fyrir frábæra frammistöðu í lestrarkeppninni, en þær lásu samanlagt ríflega 20.000 setningar!
Við unglingarnir höfum verið að fjalla meðal annars um sjálfsmynd, kynlíf og klám í vikunni og á miðvikudaginn fengum við Steinar Gunnarsson rannsóknarlögregluþjón á Sauðárkróki á netfund með okkur. Hann fór yfir ýmis mál varðandi stafrænt kynferðisofbeldi og ofbeldisbrot af því tagi. Þetta var mjög gagnlegur og góður fundur. Við erum búin að útbúa jafningafræðsluefni og foreldrafræðsluefni sem við getum vonandi deilt á næstunni.
Miðstigið er að læra um landafræði Íslands og er að vinna “sérfræðingaverkefni” tengt því efni og vinna í fjölbreyttum tölfræðiverkefnum í stærðfræði. Yngsta stigið tók öllum snjónum sem safnaðist hér síðustu vikuna fegins hendi, því hér á skólalóðinni hafa skapast miklir ævintýraheimar til að leika sér í. Erum ekki viss um að allir bæjarbúar séu jafnánægðir með allan snjóinn.
Nemendur í 10. bekk tóku þátt í rafrænu skemmtikvöldi hjá Nemendafélagi FNV á fimmtudagskvöldið. Þá ætla 10. bekkingar að standa vaktina í Kjörbúðinni í dag, föstudag, frá 15-18 og selja margnota grímur til fjáröflunar fyrir væntanlegt skólaferðalag í vor.
Megið þið eiga góða og gleðilega helgi.
Unglingastigið.
Lesa meira
28.01.2021
Miðstigið teiknaði uppstillingu, flöskur og epli, frá mismunandi sjónarhornum og æfðu sig í að teikna ljós og skugga inn á myndina. Frábærar myndir hjá þessum snillingum.
Lesa meira
27.01.2021
Forsetahjónin afhentu viðurkenningar vegna þátttöku í grunnskólakeppni Samróms.
Höfðaskóli lenti í 2. sæti í sínum flokki með 102.535 lesnar setningar og í 3. sæti á landsvísu.
Súsanna og Steinunn Kristín Valtýsdætur tóku við viðurkenningu fyrir hönd Höfðaskóla.
Nokkrir af þátttakendum Höfðaskóla skráðu sig einnig í einstaklingskeppnina, þegar þau framlög eru skoðuð sést að Ylfa Fanndís Hrannarsdóttir, nemandi í 5.bekk las 12.254 setningar og Lárey Mara Velemir las 7817.
Vel gert nemendur, foreldrar og aðrir þátttakendur!
Lesa meira
27.01.2021
Lestrarkeppni grunnskóla lauk þann 25. janúar. Úrslit verða tilkynnt, live á facebook, kl. 14:00 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 27. janúar.
Fylgist með á facebook síðu Samróms
Lesa meira
27.01.2021
Þriðjudaginn, 26. janúar, var Skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land.
Skákdagurinn 2021 er tileinkaður Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrrverandi forseta Alþjóða skáksambandsins. Friðrik verður 86 ára á Skákdaginn sjálfan. Hann var eitt sinn meðal bestu skákmanna heims, teflir enn reglulega, og gefur af sér til yngri kynslóða.
4.bekkur fór í skák í appi í ipad og var m.a farið yfir mannganginn og hvað taflmennirnir heita. Voru þau áhugasöm og munu þau endurtaka leikinn.
Lesa meira
22.01.2021
Í morgun fóru nemendur á yngsta stigi í heimsókn til þeirra Döddu og Sigrúnar í Spákonuhofið. Þar sögðu þær okkur skemmtilega frá lífi og starfi Þórdísar spákonu. Nemendur höfðu mjög gaman af þessari heimsókn og hlustuðu áhugasöm á. Þessi heimsókn tengist landnámsverkefnum sem við erum að vinna af um þessar mundir.
Lesa meira
22.01.2021
Heil og sæl
Enn á ný er kominn föstudagur. Vikurnar líða áfram og ný önn er hafin hjá okkur. Í þessari viku voru nemendaviðtöl og við þökkum öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna. Gott samstarf milli heimila og skóla skiptir máli og nemendaviðtöl eru stór þáttur í því samstarfi.
Í dag er fyrsti dagur þorra, bóndadagur. Yngsta stig er í þemavinnu tengdri þorranum og ætlar í dag að heimsækja Spákonuhof af því tilefni.
Nemendur eru á fullu að lesa inn á www.samromur.is og hvetjum við enn og aftur alla sem vettlingi geta valdið til að skrá sig í Höfðaskólaliðið og lesa inn nokkrar setningar. Vegleg verðlaun eru fyrir þann skóla sem endar í fyrsta sæti í hverjum flokki.
Í dag mun umhverfisnefnd funda um stöðu mála í tengslum við verkefnið ,,skóli á grænni grein" en við stefnum enn að því að sækja um Grænfána við fyrsta tækifæri. Það hefur aðeins dregist hjá okkur vegna heimsfaraldursins.
Á fundi umhverfisnefndar í dag kom upp sú hugmynd að nemendur skólans safni brauðafgöngum og ávaxtaafgöngum og gefi fuglunum á skólalóðinni. Erna, umsjónarkennari í 1. og 2.bekk var skipaður yfirmaður fæðufélags fugla í skólanum.
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
22.01.2021
Nemendur á miðstigi eru með umbunakerfi sem gengur útá að safna steinum í krukku. Undanfarið hefur gengið mjög vel og steinakrukkan orðin stútfull. Blásið var til glæsilegrar krukkuveislu í tilefni velgengninnar
Lesa meira