23.09.2021
Á unglingastigi er unnið með samþættingu námsgreina sem þýðir að námsgreinarnar íslenska, náttúrufræði, samfélagsfræði og upplýsingatækni, ásamt lykilhæfni, eru unnar þematengt. Síðustu vikur hafa unglingarnir unnið að ýmsum verkefnum er tengjast náttúrunni og nærsamfélaginu. Unnið hefur verið með plöntugreiningu (blóm, grös og tré), örnefni og staðhætti hér á Skagaströnd. Nemendur unnu einnig fjölbreytt verkefni úti, meðal annars stærðfræði og myndatökur og myndbandagerð.
Þá lærðu nemendur um síldarárin á Íslandi og sérstaklega áhrif þeirra hér við Húnaflóa og á Siglufirði, ásamt því að læra um efnahagsleg- og búsetuleg áhrif á landið.
Dagur læsis var 8. september og þá vikuna unnu nemendur að fjölbreyttum læsisverkefnum, svo sem hlustun, áhorf, lestur og ritun.
Þessi vika hefur verið tileinkuð náttúrunni, þar sem dagur náttúrunnar var 16. september og fengu nemendur fyrirlestur um fugla á mánudaginn hjá Einari Ó. Þorleifssyni náttúrufræðingi hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Á þriðjudaginn unnu nemendur verkefni um sinn uppáhaldsfugl og fóru og lögðu krabba- og marflóargildrur með Valtý Sigurðssyni líffræðingi hjá Biopol. Í gær unnu nemendur paraverkefni um ýmsar lífverur í og við fjöru. Í dag, föstudag, var svo vitjað um gildrur og afraksturinn var ágætur: krossfiskar, grjótkrabbar, þorskur og marhnútar en engar marflær. Nemendur fengu kennslu um líffræði fiska og skoðuðu aflann. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið við BioPol og Náttúrustofuna.
Lesa meira
21.09.2021
Aðalfundur
Foreldrafélag Höfðaskóla, boðar til aðalfundar þriðjudaginn 5. október 2021
Fundurinn verður haldinn í skólanum kl. 20:00.
Dagskrá fundar:
Skýrsla stjórnar og reikningar
Kosning stjórnar
Önnur mál
Sýnum lit og fjölmennum á fundinn. Stuðningur foreldra við skólastarfið er dýrmætur og til góðs fyrir alla nemendur skólans.
Bestu kveðjur
Stjórnin
Lesa meira
17.09.2021
Sæl og blessuð
Tíminn líður á ógnarhraða og september hálfnaður.
Dagur náttúrunnar var 16. september og af því tilefni var unglingastigið með námslotu tengda íslenskri náttúru í samvinnu við BioPol. Nemendur fengu fyrirlestur um fugla á mánudaginn hjá Einari Ó. Þorleifssyni náttúrufræðingi hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Í upphafi vikunnar fóru nemendur unglingastigs og lögðu krabba- og marflóargildrur með Valtý Sigurðssyni líffræðingi hjá Biopol, í morgun var vitjað um gildrurnar og afraksturinn skoðaður.
Nemendur á miðstigi eru að vinna fjölbreytt verkefni tengd Óðni og voru verkefnaskilin meðal annars í formi fréttaþátta og stuttmyndar.
Yngsta stigið hélt líka uppá dag náttúrunnar, þau fóru í göngutúr, týndu laufblöð og snigla sem skoðaðir voru í smásjá.
Við erum að byrja að leggja fyrir lestrarpróf og minnum á mikilvægi þess að lesa heima.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
16.09.2021
Nemendur í matreiðsluhóp á miðstigi lærðu í dag að steikja amerískar pönnukökur.
Lesa meira
14.09.2021
Barnakór Skagastrandar æfir alla fimmtudaga í Hólaneskirkju kl. 16:00-17:30. Öll börn velkomin!
Lesa meira
10.09.2021
Sæl og blessuð
Vikan gekk vel í Höfðaskóla og margt skemmtilegt um að vera eins og vanalega.
Umhverfisnefndin tók aftur til starfa eftir sumarfrí og hélt fyrsta fund vetrarins þar sem ákveðið var að vinna næstu tvö árin út frá þemanu náttúruvernd. Á komandi vikum verður skipulagið ákveðið og farið yfir hvernig við ætlum að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur.
Í næstu viku tekur svo nemendafélagið aftur til starfa. Í stjórn þess sitja nú:
Úr 8. bekk eru þeir Vésteinn Heiðarr Sigurðsson og Logi Hrannar Jóhannsson í stjórn
og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Úr 9. bekk eru þær Elísa Bríet Björnsdóttir og Steinunn Kristín Valtýsdóttir í stjórn
og Ásgeir Sigmar Björnsson varamaður
Úr 10. bekk eru þau Óðinn Örn Gunnarsson og Stefanía Hrund Stefánsdóttir í stjórn
og Ísabella Líf Tryggvadóttir varamaður
Það verður spennandi að fylgjast með hvað félagið gerir skemmtilegt á skólaárinu.
Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur. Við minnum á hafragrautinn góða sem er í boði alla morgna frá 7:50.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
03.09.2021
Sæl og blessuð
Vikan í Höfðaskóla gekk vel, veðrið hefur áfram verið gott og nemendur verið töluvert úti við. Í frístund er margt skemmtilegt brallað, bæði úti og inni og í dag er stefnan sett á heimsókn út að Sandlæk að sulla í sjónum.
Í vikunni voru útnefndir þrír nemendur til viðbótar í umhverfisnefnd og fulltrúar nemenda þetta skólaárið eru því:
Kristján Sölvi Guðnason 3. bekk
Harpa Védís Hjartardóttir 4. bekk
Lárey Mara Velemir Sigurðardóttir 5. bekk
Súsanna Valtýsdóttir 6. bekk
Elísa Bríet Björnsdóttir 9. bekk
Stefanía Hrund Stefánsdóttir 10. bekk
Í næstu viku verður fyrsti fundur þar sem skipulag næstu tveggja ára hefst þar sem við stefnum að sjálfsögðu að því að fá Grænfána aftur við næstu úttekt sem verður vorið 2023.
Við minnum á að hafa sundfötin meðferðis þá daga sem nemendur eiga að vera í sundi, yngsta stig á mánudögum og mið- og unglingastig á þriðjudögum.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
02.09.2021
Nemendur á miðstigi fóru í dag í búðina og gerðu verkefni tengd vörum og verðlagi.
Myndir hér
Lesa meira
01.09.2021
Yngsta stig hefur notið veðurblíðunnar undanfarna daga og fóru nemendur meðal annars út í stærðfræðitíma, þar sem þau mynduðu hin ýmsu form úr þeim efnivið sem þau fundu.
Myndir hér
Lesa meira
31.08.2021
Nemendur á miðstigi eru með fasta útivistartíma þetta skólaárið. Á mánudaginn röltu þau Jónsstíginn og léku sér á tjaldstæðinu. Eins og myndirnar sýna var ansi gaman.
Lesa meira